Rannsóknarnefnd alþingis um bankahrunið...

Það var mjög ánægjulegt að hlusta á Pál Hreinsson formann rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið í útvarpinu í morgun í þættinum: Í vikulokin.  Það er sjáldgæft að heyra í fólki sem er eins vel undirbúið, skýrmælt og áheyrilegt og Páll var í morgun. 

Hann sagði að verstu fréttir sem þjóðin fengi, eða hefðu fengið, yrðu frá rannsóknarnefndinni og við erum ekki hissa á að heyra það.  En Páll og flotta og virðulega nefndin sem hann er í forsvari fyrir, kann að koma fram með niðurstöður sínar þannig að við, almenningur, munum hlusta.  

Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur eins og rannsóknarnefndin gerir og bíð átekta eftir niðurstöðu hennar.  Ég þakka fyrir að Tryggvi umboðsmaður alþingis og Páll og Sigríður voru tilnefnd og tóku setu í nefnd alþingis á rannsókn á bankahruninu.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband