Gott svar hjá Jóhönnu þótt ég skilji ekkert hvað hún er að segja.

Ég tek það fram að ég er samherji Jóhönnu og að ég styð hana heilshugar.  Verð þó að segja að svar hennar um skattahlutfall 2005-2007 segir mér ekki mikið.  Ég held að skattar verði miklu minni en 35% þetta árið nema að skattalögum verði breytt.  Veltuskattar hljóta að verða miklu minni og útsvar og staðgreiðsla líka.  Það þýðir að leggja þarf á nýja skatta.  Hátekjuskatta og eignarskatta.  Aukna neysluskatta auk einhverra skatta sem ........

Mörg okkar eru að reyna að standa okkur hafa ekki tekið þátt í tryllingnum sem hefur riðið yfir landi.  Ég hef t.d. dregið úr neyslu eins og ég get, en með því greiði því minni neysluskatta.  Það er í sjálfu sér tíveggjað fyrir samfélagið.

Ég skil ekki hagfræðina í því að negla okkur sem erum að reyna að standa okkur, upp við vegg og láta okkur hanga á horriminni, greiða litla veltu og neysluskatta.  Legg því til að við reynum að auka veltuna og látum skattana koma inn í ríkissjóð og til sveitarfélaganna á þann hátt. 

Ég bið stjórnvöld setja okkur heiðvirða íbúa landsins ekki alveg í klemmu sem við sjáum ekki hvernig við geutum komið okkur út  og setja okkur þar að auki í skattaþrældóm.  Eiganarskattur af venjulegum sparnaði var og er ósanngjarn. Fólk er skattlagt ef það eyðir ekki sparnaði sínum jafnóðum heldur leggur til hliðar og eykur eignir.   Hvaða sanngirni er í því að skattleggja þá sem eyða ekki öllum sínum sparnaði í sumarferðir t.d. til útlanda?

Er eitthvert réttlæti í því að mismuna fólki sem leggur sparnað sinn til hliðar og gerir úr honum  eignamyndun?  Hvaða sanngirni er í því að leggja á þetta fólk eignarskatt? 


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Eignaskatturinn var óspart gangnrýndur af þessu sama fólki þar til hann var laggður af. Ekknaskatturinn bitnaðir hvað harðast á eldra fólki sem sat í húsnæði sem það hafði eytt allri æfinni í að koma sér upp. Konur sem missa fyrirvinnuna sitja oft eftir tekjulitlar í íbúðinni eða húsinu án möguleikans á að afla tekna fyrir eignaskattinum.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.5.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband