Veiðideild í Tungufljóti í Biskupstungum
27.4.2009 | 19:29
Á þriðjudaginn 21. apríl s.l. hélt Veiðifélag Árnessýslu aðalfund sinn. Þar var tekin fyrir ósk landeigenda og veiðiréttarhafa í Tungufljóti, neðan fossins Faxa þess efnis að fá að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga. Óskin var samþykkt og nú er unnið hörðum höndum við að stofna deildina.
Í dag var ég á yfirreið með Árna. Við hittum ýmsa landeigendur sem hafa áhuga á að gera Tungufljót að mikilli laxveiðiá. Dagurinn var hreint dásamlegur, veiðisvæði skoðuð, einkum neðan Tungufljótsbrúar. Árni var yfir sig hrifinn í yfirferð okkar. Hann fann marga framtíðar veiðistaði í ánni svo við komum glöð heim. Áætlanir um að gera ána að einni af stærstu laxveiðiá landsins eru í vinnslu og líta vel út. Spennandi tími framundan fyrir alla hagsmunaaðila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.