KR-ingar unnu meistaratiltilinn í kvöld

Leikurinn var hroðalega spennandi í kvöld.  Ég ætlaði að vera heima en fékk ekki og fór því og horfði á allan leikinn.  KR-ingar yfir allan tímann en misstu forskotið á síðustu mínutu leiksins.  Mig langaði hreint ekki að horfa á síðustu mínútu leiksins en gerði það samt.  Þvílík spenna, en þeir náðu að sigra.... Fannar náði boltanum á ögurstundu.  Úfff.  Æði.

Mér finnst gaman að hafa farið suður og fylgst með leiknum í beinni var á staðnum.  Til hamingju strákar, þið voruð betri og unnuð.  Auðvitað er ég hlutdræg en það er líka allt í lagi.  KR vann........  Til hamingju.


mbl.is Fannar: Kom í ljós hve breiðan hóp við erum með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæl Drífa,   Er svo södd eftir þrjár (!) fermingarveislur sama daginn, að mér verður hreinlega ekki svefnsamt.   Fór ekki sjálf á leikinn, en á  KR körfuboltastrák, (15 ára síðan í gær), sem var þarna auðvitað og tekur upp leikina á staðnum þegar hann er ekki sjálfur að spila.  Það var mikill fiðringur um allan Vesturbæinn snemma kvölds útaf þessum leik og gaman að svona skyldi fara.  Með einu stigi...   Enda þeir Suðurnesjamenn verðugir andstæðingar.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.4.2009 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband