Kosningastyrkir til Sjálfstæðisflokksins

Mér finnst fyndið að hlusta á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tala um að þeir hafi haft forgöngu um að opna á og leggja fram lög um framlög til flokkanna í byrjun árs 2007.  Samkvæmt mínu minni, þá var það Kvennalistinn sem fyrstur flokka reyndi að fá stjórnmálaflokka til að opna kosningabókhald sitt, og lagði oft fram tillögur þar að lútandi.  Samfylkingin hefur haldið því verki áfram, komið með tillögur á hinu háa Alþingi um að kosningabókhald flokkanna sé opið á hverjum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði alltaf slíkum tillögum, ég man mjög vel eftir því hvað Davíð gekk hart fram í því máli, ljáði því aldrei máls að unnið væri fyrir opnum tjöldum og Framsóknarmenn studdu heldur aldrei að fólk fengi upplýsingar um hvað þeir eyddu í kosningabaráttunni. 

Nú reyna menn að klóra yfir skítinn sinn með því að hreykja sér af því að lög voru samþykkt í byrjun árs 2007 um m.a. hámarksupphæðir sem fyrirtæki mega gefa í kosningasjóði flokkanna.  Ja svei.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband