KR og Grindavík munu leika til úrslita.
31.3.2009 | 21:38
Grindvíkingar unnu Snæfellinga í kvöld. Ég óska Grindvíkingum til hamingju. Nú liggur fyrir hverjir há lokabaráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfunni í ár. Ég stend auðvitað með mínum mönnum KR-ingum og hlakka til að fylgjast með þeim. Mun styðja þá í baráttunni en hef miklar áhyggjur af spenningnum sem því fylgir því mér finnst hann mjög óþægilegur. En við því er ekkert að gera spenningurinn er fylgifiskur baráttunnar, þegar tvö góð lið mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
Grindavík leikur til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
Athugasemdir
Þarna er ég algjörlega sammála. Ég hélt reyndar að Snæfellingar yrðu grimmari í kvöld. Ákveðin vonbrigði og hefði verið gaman að fá 5 leikinn og fá þá örþreytt lið í úrslitin við okkar menn í K.R. :)
En úrslitakeppnin í körfu er alveg að slá í gegn enn eitt árið.
Guðmundur St Ragnarsson, 31.3.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.