Of seint í rassinn gripið
25.3.2009 | 14:15
Að hugsa sér að hafa misst af milljónum. Ég hef aldrei kunnað að safna frímerkjum en gerði það samt þegar ég var barn. Ég á enn frímerkjasafnið mitt. En Magni segir að það sé verðlaust. Ég vissi ekki að umslagið væri verðmætara en frímerkið og því voru hornin rifin af umslögunum og frímerkið bleytt upp af horninu, þurrkuð og sléttuð og sett í frímerkjabók. Þau eru alveg verðlaus. Gott væri að eiga milljónirnar núna. Ég verð aldrei nógu klók til að eiga milljónir í handraðanum eða frímerkjasafninu.
Verðmæt íslensk frímerki á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.