18. febrúar 2009. Ár liðið síðan ég slasaðist og byrjaði að blogga.
18.2.2009 | 19:15
Í dag er nákvæmlega ár síðan ég slasaði mig illa, féll á gaddfreðna jörð af hesti og braut a.m.k. 5 rifbein, heilt herðablað, viðbein og vísifingur. Gat mig ekki hrært hægra megin og brotni puttinn á vinstri hönd hafði það í för með sér að ég gat ekki einu sinni greitt mér.
Var í lengi í vandræðum með að hreyfa mig eftir slysið, enda tók langan tíma fyrir beinin að gróa, einkum herðablaðið. Ég finn reyndar enn fyrir því. En áföllum fylgja oft tækifæri. Ég varð að finna mér eitthvað að gera, annað en að temja hesta og datt þá í hug að reyna að blogga. Það var upphafið. Skrifaði fyrstu bloggfærsluna hér á Moggabloggið í mars 2008.
Ég var að kenna í dag, önnur vikan í vinnunni og nú er ég að komast miklu betur inn í málin í Sunnulækjarskóla. Gaman að kynnast skólastarfinu þar og að fá að taka þátt í því. Skólinn mjög fallegur, visarverur opnar kennt skv. stefnu um opinn skóla og einstaklingsmiðað nám.
Úr vinnunni fór ég á sameiginlegan fund sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og Grímsness-og Grafningshrepps í Aratungu um samstarfsmál í skólahaldi. Ágætur fundur.
Lina barnsmóðir hans Loga kom í dag í heimsókn með dóttur sína og móður. Það var mjög gaman að fá þær í heimsókn litla daman mjög fín.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.