T-listinn heldur íbúafund í Aratungu 24. febrúar n.k. kl. 20:00

Ég leyfi mér hér með að kynna að íbúar Bláskógabyggðar eru boðnir á íbúafund sem T-listinn stendur fyrir þriðjudagskvöldið 24. febrúar n.k. í Aratungu.  Fundurinn verður haldinn kl. 20:00. 

T-listinn hefur alltaf viljað að sveitarstjórn haldi árlega fundi með íbúum, Bláskógabyggðar,(Biskupstungna, Laugardals og Þingvallasveitar).  Þ-listinn hefur verið tregur í taumi og ekki viljað halda fundi með okkur.  Í fyrra héldum við T-lista fólk mjög skemmtilegan fund á Laugarvatni og nú ætlum við að vera í Aratungu.  Höfum sérstaklega boðið sveitarstjóranum og fulltrúum Þ-listans á fundinn og vonum að þeir taki boðinu.  Fundurinn verður auglýstur í Bláskógafréttum og vonandi á heimasíðu Bláskógabyggðar. 

Við vonum að fólk mæti og segi hug sinn um málefni samfélagsins.

Drífa, Jóhannes og Kjartan fulltrúar T-listans í sveitarstjórn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband