Raunveruleg staða að koma í ljós

Mer reiknast til að 1.800 milljarðar króna séu ekki til hjá Kaupþingi og þá virðast Íslendingar þurfa að standa skil á þessum milljörðum, eittþúsund og áttahundruð eru milljarðararnir. 

Búnaðarbankinn síðar KB banki og svo Kaupþing, var seldur eða gefinn S hópnum á nokkra milljarða króna, held  það hafi verið undir 10 milljörðum. 

Stjórnvöld seldu bankann, bankamálaráðherra Valgerður Sverrisdóttir framsóknarkona sá um þann gjörning.  Nú er komið að okkur að borga brúsann, þökk sé Framsókn og Sjálfstæðisflokki frjálshyggjunnar. 


mbl.is Kaupþing skuldar 2432 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þúsund milljarðar eru ein billjón. Þannig að þetta eru ein komma átta billjónir sem vantar þarna upp á.

Maður bíður bara eftir því að tölurnar fari að sleikja það að vera í billjörðum.

Almenningur (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:40

2 identicon

Viltu ekki kynna þér málið aðeins betur áður en þú heldur fram þessari vitleysu, íslenska ríkið mun aldrei þurfa að greiða þessa 1.800 milljaða bankin fer í gjaldþrot þegar uppgjöri líkur og þeir sem lánuðu bankanum peninga munu tapa.

ingvi (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Jú ég ætti örugglega að kynna mér málin betur Ingvi.  E.t.v. er ég bara svo vitlaus að ég geti alls ekki náð uppí allt sem sagt er og ritað.  Veit þó að sett voru neyðarlög og ríkið gerði þar eitthvað sem mér er ekki ljóst hef ekki haft fyrir að lesa þau spjaldanna á milli.


I. kafli. Heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.
1. gr. Við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamarkaði er fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta.
Með sérstökum og mjög óvenjulegum aðstæðum á fjármálamarkaði, sbr. 1. mgr., er átt við sérstaka fjárhags- og/eða rekstrarerfiðleika hjá fjármálafyrirtæki, m.a. líkur á að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum, forsendur afturköllunar starfsleyfis séu líklega fyrir hendi eða líkur standi til að það geti ekki uppfyllt kröfur um lágmarks eigið fé og að úrræði Fjármálaeftirlitsins séu ekki líkleg til þess að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði. Þá er með sérstökum aðstæðum m.a. átt við ef fjármálafyrirtæki hefur óskað eftir eða fengið heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamninga eða óskað eftir gjaldþrotaskiptum eða verið úrskurðað gjaldþrota.

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Ingvi og ég sé bara að þvæla einhverja vitleysu.  Hvað erum við þá að hafa áhyggjur?

Drífa Kristjánsdóttir, 5.2.2009 kl. 14:49

4 identicon

Drífa hefur alveg rétt fyrir sér, vid borgum thetta fyrir rest, 3000 milljardar verdur útdeilt í bankana af okkar fé til ad stoppa í hyldjúpu götin sem bankavíkingarnir skildu eftir. Aetli mikid af thessum 1800 milljördum i Kaupthingi sé ekki í Karíbahafinu, Tschenguiz nokkur er a.m.k. med 107 milljarda thar á yfirdraetti!! Látum ekki blekkjast, thjódin borgar alltaf á endanum og raeningjarnir glotta á endanum med Karibahafsmilljarda sína, thannig er thetta á Íslandi, kvedja jón

jón (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:38

5 identicon

það sem ég veit um þessi mál er nú ekki mikið,  en eins og ég skil borgar ríkið(íslenska þjóði) ekki allar skuldir gömlu bankan það eru þeir sem lánuð þeim sem tapið lendir á.  Það sem ríkið þarf að greiða er innlánstryggingar og endurreisn bankakerfis fyrir íslendinga. ég verð að segja allveg eins og er að frétta menn á íslandi er jafnlélegir í dag eins og þeir voru á útrásartímanum elta vitleisuna upp bæði þá og núna.

ingvi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband