3. janúar 2009.
3.1.2009 | 17:39
Ég hef ekki skrifað nýtt ártal fyrr en nú. Árið 2009 nýhafið. Fyrstu þrír dagar ársins hafa verið einstaklega hlýir hér á Torfastöðum um 7 stiga hiti í morgun. Hitanum fylgir rigning og birtan lætur á sér standa. Þrátt fyrir að veðrið sé hlýtt og gott þá á ég erfitt með að ríða út og temja hross enda færið sérlega þungt, mikil drulla og erfitt fyrir hrossin að ganga í þessu færi. Svo verð ég löt í myrkrinu og valdi að lesa blöðin í eftirmiddaginn.
Mér fannst grein eftir Bjarna Harðarson í Morgunblaðinu góð og hvet fólk til að lesa hana. Ég finn ekki útúr því að setja hér eins og fínir bloggarar gera og svo kemur greinin en hér er slóðin inná hana: http://pappir.mbl.is/index.php?s=981&p=24729&a=93289 Sé reyndar að fólk verður að hafa áskrift af Morgunblaðinu til að geta lesið greinina.
Hlustaði á Vikulokin á rás eitt í morgun. Nú eru margir spámenn sem hafa nýja sýn á málin og allt gott um það.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.