Engir jólatónleikar hjá Barna-og Kammerkór Biskupstungna
26.11.2008 | 12:47
Það er ansi leiðinlegt í öllu kreppuástandinu að það skuli vera þannig komið fyrir okkur hér í Tungunum að hafa ekki lengur söngstjóra fyrir börnin í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Hilmari Erni var ekki vært lengur hér í Tungunum, hann er farinn. Undanfarin ár hefur þessi tími ársins verið litaður af undirbúningi allra söngelskra fyrir Jólatónleikana okkar í Skálholti. Nú ríkir þögn enginn söngur hvorki barna né fullorðinna. Þetta er dapurleg staða. Söngur eykur gleði og þrótt, og gleði ríkir þar sem söngur er. Okkur vantar Hilmar Örn og sönginn, hér í Tungunum, einkum fyrir börnin og unglingana.
Reyndar er smá glæta framundan hjá okkur fyrrum meðlimum Skálholtskórs því Hilmar Örn hefur látið það eftir okkur að æfa með okkur a.m.k. einu sinni í mánuði. Fyrsta æfingin er í kvöld í Aratungu. Ég hlakka mjög til.
Annað kvöld verður haldinn fundur veiðiréttarhafa við Tungufljót, neðan fossins Faxa. Það á að reyna að fá samþykki fyrir því að stofna veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga. Ég held að þetta sé algert þjóðþrifamál hér í Biskupstungum og vona að menn sjái hvers virði það er fyrir samfélagið að hér sé flott laxveiðiá. Tungufljót hefur komist í hóp stærstu laxveiðiáa landsins á örfáum árum. Það verður að varðveita.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.