Björt og Birgir komin til Svíþjóðar

Björt og Birgir apr 2008 í LundiÉg hef haft hægt um mig í rúmar þrjár vikur.  Lítið bloggað og enn minna farið.  Sit bara og bíð, sorgmædd og þykir agalegt að börnin mín og unga fólkið í dag skuli standa uppi með þá stöðu sem nú liggur fyrir landið gjaldþrota. 

Löggjafinn gleymdi að setja bankastarfseminni þann ramma og þau skilyrði sem nauðsynleg voru vegna smæðar samfélagsins.  Hrunið algert og allir sitja í súpunni. 

Maður þorir varla að segja nokkurn hlut, getur gert einhverjum illt með orðum sem ekki verða aftur tekin.  Það er jafnvel erfitt að gleðjast því svo margir eru illa haldnir og úrkula vonar. 

Ég ætla þó að leyfa mér að gleðjast með Birgi og Björt.  Þau voru að fara utan til Svíþjóðar í dag þar sem Birgir mun verja mastersverkefni sitt í verkfræði.  Hann og Björt hafa verið við nám í Svíþjóð undanfarin ár og nú hefur Birgir lokið ritgerðinni, bara vörnin eftir.  Ég óska þeim mikillar skemmtunar, vona að þau hafi það mjög gott og geti átt ánægjulegan tíma og komi glöð og vongóð heim.  Björt var reyndar hálf lasin þegar hún fór en vonandi hristir hún það af sér og vonandi smitar hún ekki Birgi.  Til hamingu elskurnar.

Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við e.t.v. leyft okkur að fá að fara með, fylgjast með vörninni en nú gefst því miður ekkert svigrúm, maður þorir ekki að eyða neinu extra, í þessari fjármálaóvissu. 

Svo eru fleiri ánægjufréttir.  Stormur er að ná sér eftir lasleikann, hann hefur verið með pest undanfarna daga, gubbað, með hita og erfitt að sjá hann svo slappan.  Það er sem betur fer að lagast.  Bía amma er líka að hressast eftir sinn lasleika, virðist að mestu búin að ná sér.  Hún ætlar að dvelja hjá okkur fljótlega kemur sennilega á laugardaginn. 

Svo eru allir sem eiga afmæli þennan mánuðinn í fjölskyldunni.  Bíbí fyrst svo á Hera afmæli í dag, til hamingu elskan.  Katla eftir tvo daga, Stormur þann 29. og loksins ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband