Stjórnarskipti í spilunum?
20.10.2008 | 10:02
Sagan segir að Vinstri grænir hangi á forsætisráðherra og bjóði honum stjórnarskipti. Ögmundur sé tilbúinn í stól fjármálaráðherra.
Davíð Oddson á að vera hönnuður hugmynda um stjórnarskipti, hann hefur aldrei þolað Ingibjörgu Sólrúnu og nú vill hann að Vinstri grænir komi inní stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti. Væri svo sem ekki hissa. Man eftir mörgum tilraunum Davíðs, til að hafa áhrif á stjórn Reykjavíkurborgar og að ná þar völdum. Skipti um borgarstjóra, hafði áhrif á framboð manna til að styrkja þá í komandi kosningum um borgina en allt mistókst.
Vonandi eru þetta bara gróusögur og vonandi ber núverandi stjórn gæfu til að taka á málum ekki seinna en nú. Ákveða að sækja um aðild í ESB og að fá lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum strax.
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn mun seint taka þátt í að afnema sjálfstæði landsins þó Samfylkingin sé greinilega fús til þess.
Hjörtur J. Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 10:26
Betra seint en aldrei.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.10.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.