Stelpur standið saman.

Kristín María er ekki sátt við vinnubrögð lögreglunnar og skrifar um það í vefriti.  Þarna sér maður kost vefrita og bloggsíðna.  Ef fólk er ekki ánægt getur það sagt frá því og fær oft viðbrögð.  Lögreglan segist þekkja árásarmanninn, og nú eiga konurnar hiklaust að leggja fram ákæru á viðkomandi.  Það er aldrei ásættanlegt að fólk leyfi sér að sparka í, lemja eða á annan hátt meiða annað fólk.  Lögreglan verður að hjálpa borgurum þegar þeir verða fyrir ofbeldi, jafnvel þótt svo heppilega vilji til að ofbeldið hafi ekki náð að valda skaða og að þolandinn er ekki með sjáanlega líkamlega áverka.


mbl.is Sparkaði í höfuð konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sammála, það á að halda áfram með málið annars fær ofbeldismaðurinn þau skilaboð að það sé í lagi að ganga í skrokk á öðrum.

Marta Gunnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband