Heimasíða fyrir Torfastaði

Ég hef lengi átt lénið torfastadir.is og torfastadir.com en ekki getað nýtt mér lénin.  Fékk sérfræðing til að gera heimasíðu fyrir mig fyrir nokkrum árum, en þekking mín á heimasíðu var engin svo ég fékk ekki síðu sem hentaði okkur.  Nú er ég að reyna að læra sjálf svo ég hafi smá kunnáttu og geti skýrt hvernig ég vil að heimasíðan sé. 

Ég fór að blogga í vetur til að sjá hvort það fleytti mér eitthvað áfram í heimasíðugerðinni, enda fannst mér ég hafa tíma þar sem ég hafði slasað mig og gat ekkert gert.  Það var því tilvalið að nota tímann og öðlast reynslu í blogginu. 

Nú ætla ég að reyna að læra meira og er í námi hjá Tölvu-og verkfræðistofunni, að reyna að tileinka mér heimasíðugerð.  Veit ekki hvernig þetta fer en byrjunin lofar góðu.  Mér finnst æðislegt að gefa mér loks tíma til að læra eitthvað í tölvuvinnslu.  Hóf nám í tölvu reyndar í fyrra þegar ég lærði að færa bókhaldið á tölvuna.  Það var algert æði og synd að hafa ekki getað fyrr tölvufært bókhaldið.  Það hefði sparað mér peninga og vinnu þegar allt var á fullu hjá okkur í umönnun barna og skólahaldi fyrir þau. 

En nú þegar hægt hefur á verkefnum get ég vonandi unnið meir í heimasíðugerðinni.  Hef mikinn áhuga á að koma okkur upp þolanlegri kynningu á hrossaræktinni.  Svo langar mig alltaf að skrifa um 32ja ára reynslu mína af meðferðarvinnu með ungt fólk og fjölskyldur þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband