Hvaða vegur við Laugarvatn?
23.8.2008 | 12:16
Það eru þrjár leiðir að Laugarvatni og ég velti fyrir á hvaða leið umrætt slys var. Gjábakkavegur hefur oftast haft hæstu slysatíðni vega skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Mörg og alvarleg slys hafa verið á leiðinni að Laugarvatni frá Grímsnesi (Svínavatni) á síðustu tveimur árum. Ég veit ekki hvernig staðan er á leiðinni að Laugarvatni um Laugardalinn. Mjög mikil umferð á þessum leiðum og nauðsynlegt að vegirnir séu með háa öryggisstaðla. Sú er ekki raunin við Laugarvatn og mikilvægt að það breytist. Vegirnir hafa oft mjög litlar vegaxlir í þeim eru lægðir og hæðir og mjög fáir beinir vegakaflar.
Útafakstur við Laugarvatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta var á veginum frá svínavatni og að laugarvatni, en þetta slys var ekki vegna vegum, bara þreita í ökumanninum. strákurinn sem slasaðist er nánast heill og hufi. algjört kraftaverk. þurfti smá aðgerð á ökla vegna broti , og smá óþægindi í baki ,
KRAFTAVERK
kv systir hans
bergros (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:48
Gott að heyra að ökumaður fór ekki illa. Þakka þér athugasemdina og fyrirgefðu að ég hef ekki svarað þér fyrr. Hef ekkert farið inná bloggið mitt í nokkra daga, kv Drífa
Drífa Kristjánsdóttir, 3.9.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.