Veiði hætt i Tungufljóti, róleg helgi?
9.8.2008 | 09:23
Erum að ná okkur eftir fjörið sem var í veiðiatinu. Hef ekki staðfestar tölur úr anni en Fjalar mun hafa verið aflahæstur þegar upp var staðið, náði í sex laxa. Högni sonur hans veiddi fjóra laxa, setti þó í fleiri. Björt, Birgir, Andri og Jara veiddu Maríulaxana sína. Fannar fékk tvo og Darri líka. Þá held ég að öll veiðin sé upptalin 18 laxar alls. Ekki slæmt einkum þegar fyrir liggur að flestir eru nýgræðingar í veiði, að ekki sé talað um fluguveiði.
Vaknaði í morgun við vondan draum, einhver hafði skrúfað frá ofninum uppi, en við höfum reynt að loka honum enda grunur um að frárennslið sé skemmt. Nú þurrkum við vatn sem kemur að ofan, rennur í gegnum loft. Slæmt mál, en alltaf sem manni leggst til, til að kljást við.
Karen og Dave komu í lok veiðinnar, eru að koma frá Póllandi og heimsóttu Fannar og Margréti á leið sinni til heim. Þau eru nú í sumarbústað í Grafningnum. Hér er fámennt og góðmennt, aðeins við Óli, Björt og Birgir heima. Eigum von á fólki fljótlega að skoða hross og sumarbústaðalönd.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.8.2008 kl. 15:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.