Borgarstjórinn gerir enn í buxurnar
30.7.2008 | 00:46
Ólafur F. virðist leggja sig fram við að tapa fylgi borgarbúa. Fylgið var lítið þegar hann hirti til sín borgarstjórastólinn og það minnkar stöðugt. Hann hendir stuðningsmönnum sínum út úr nefndum borgarinnar, hafnar aðstoðarmanninum þegar hún er ekki nógu þæg að hans mati og nú er henni aftur hafnað af Ólafi F. þar sem hún segir ekki það sem honum er þóknanlegt. Þó segir hún ekki neitt og ég skil ekki að það sem hún sagði skuli hafa verið brottrekstrarsök. Ólafur virðist einræðisherra af verstu gerð, þolir ekki mótlæti og heldur að eigin skoðanir og orð séu betri en annarra. Ja svei. Og þetta er borgarstjóri höfuðborgar Íslendinga.
Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Sveimer þá ef það blundar ekki smá Davíðsdoff í Ólafi.
Sævar Einarsson, 30.7.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.