Góð reynsla mín af Prevenar
24.7.2008 | 09:02
Margrét tengdadóttir mín, sem er að læra hjúkrun, benti mér á það fyrir ári síðan að e.t.v. væri gott fyrir mig að fá bólusetningu gegn lungnabólgu en ég hafði verið mjög næm fyrir henni lengi og náði ekki að verjast með hefðbundnum hætti. Þegar málið var rannsakað nánar var ákveðið að bólusetja mig með Prevenar. Það hefur gert mér svo gott að engin lungnabólga hefur herjað í allan vetur og í sumar. Ég get svitnað án þess að kvefast strax og heilsan er fín. Veit að veikburða börn eru oft bólusett með Prevenar. Ég held að lyfið efli ónæmiskerfið og hjálpar því þeim sem eru veikburða.
Bólusett við eyrna- og lungnabólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.