Hvað skal segja?
21.7.2008 | 10:44
Það hefur verið svo gaman undanfarið að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa. Að loknu Landsmóti hestamanna fórum við að huga að heyskap og nú eru 350 rúllur komnar í plast. Óli hirðir þær hratt enda ríkir sú kenning hér á Torfastöðum að verkun heysins verði miklu betri ef ekki er verið að hreyfa rúllurnar eftir að verkun í þeim hefur hafist. Því eru allar rúllur að komast í stæður.
Veðurblíðan hefur dregið gesti og fjölskyldumeðlimi að Torfastöðum undanfarnar vikur. Mikið er um að vera í reiðmennsku, en Jens fór þó fyrr en vænst var, enda er hann enn að syrgja nýlátinn bróður sinn. Hann kemur bara aftur næsta sumar. Fannar temur hross og Sólon líka og svo eru Sigtryggur og Davíð góðir hjálparmenn þeirra. Kristinn Bjarni er líka kominn á heimaslóðir og er að sinna börnum og hrossum. Heimilislífið er því fjörugt, þrjú ung börn tvennir foreldrar þeirra, við afi og amma og svo er amma Bía líka á staðnum. Hún var í sumarbústaðnum með Gunnari og Siggu ásamt Dídí um helgina og kom svo hingað í gærkvöld.
Í gær fengum við heimsókn fjölda manna sem æfðu sig á hestum og fengu vöfflur og rjóma. Eldur tók á móti væntanlegu tengdafólki sínu. Mjög skemmtilegt. Nú verður rigning í dag svo ég lít frekar á tölvuna til að blogga.
Sumarhúsalóðirnar eru komnar í sölu og búið er að gera samninga við nokkra eigendur sumarhúsa hér á Torfastöðum.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 27.7.2008 kl. 13:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.