Hvolpasagan
24.6.2008 | 08:38
Ég velti því fyrir mér fyrst þegar ég sá frétt um hvolpinn, hvort sá sem lagði hann til í hrauninu hafi ekki haldið að hundurinn væri dauður. E.t.v. hafi hann ekið á hundinn, hann virst dauður og þá hafi sá sem slasaði hundinn urðað hann. Nú þori sá hinn sami ekki að segja frá og eigandinn orðinn sakborningur í augum almennings. Það er hægt að slasa hundinn illa við að aka á hann án þess að hann þurfi að brotna.
Upphrópanir um ljótt fólk hefur verið fylgifiskur fréttarinnar um hundinn og allir tilbúnir að dæma illmennin.
Eigandi hvolpsins yfirheyrður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.