Brynja og "Hárið" 1971

Ég votta Erlingi og fjölskyldu Brynju mína dýpstu samúð. Hef dáð Brynju síðan ég fékk að kynnast henni árið 1970 en þá setti Leikfélag Kópavogs upp söngleikinn Hárið og Brynja leikstýrði.  Ég lék og söng og hafði mikla ánægju af að fá að vinna undir leikstjórn Brynju. Hún var stórbrotin kona og allt sem hún gerði vakti aðdáun mína. Hún og Erlingur hvöttu mig á sínum tíma til að fara í leiklistarnám og þótti mér mikill heiður af því að fá hvatningu þeirra þótt ekkert yrði úr leiklistarnámi hjá mér. 

Hlustaði á viðtal við Brynju í útvarpinu fyrir nokkrum dögum og hafði mikla ánægju af.  Þar rifjaði hún upp ýmsa hluti úr lífi sínu sem gaman var að fá hennar sýn á.  Nú er Brynja látin, dó á lengsta degi ársins, þegar sólin gengur ekki til viðar. Guð blessi þá sem sakna hennar mest.


mbl.is Andlát: Brynja Benediktsdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband