Icelandair á hausnum
23.6.2008 | 00:30
Ég man þegar ungir menn komu og tóku félagið yfir. Það var fyrir fáeinum árum. Hef lítið vit á fjárfestingarfyrirtækjum en fannst mjög skrýtið þegar Flugleiðir var allt í einu gert að fjárfestingarfélagi, fjármagn félagsins hirt og það sett í áhættufjárfestingar. Eftir stóð Icelandair með lítið fjármagn en mikla reynslu og sögu í flugrekstri. Var að vinna hjá Flugleiðum fyrir 38 árum þegar fyrirtækið var stutt af ríkinu með ríkisábyrgð á lánum. Þá þótti mikilvægt að hafa gott bakland þegar á bjátaði. Nú virðast menn halda að aðeins þurfi orðspor til að fyrirtæki geti þrifist. Ég er ekki hissa á því að staðan sé slæm, menn með litlar hugsjónir í flugrekstri tóku fyrirtækið yfir og hirtu fjármagnið úr fyrirtækinu og stunduðu áhættufjárfestingar. Nú verður að draga saman. Er ekki alltaf sannfærð um að samkeppni sé svarið, þótt gott sé að fá ódýr fargjöld. Fyrirtækin verða að hafa rekstrargrundvöll.
Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get alveg keyt það sem þú segir um að blóðmjólka fyrirtæki.
Hinsvegar...
Icelandair hefur sagt flugliðum upp á hverju ári fyrir vetrar/haust áætlanir! Þegar næg verkefni hafa þær verið endurkallaðar.
Er ekki eðlilegt að fyrirtæki reyni að skreppa saman ef minni viðskipti eru fyrirsjáanleg. Öll flugfélög í ameríku og evrópu eru aðgera það nákvæmlega núna.
Af hverju eru þau að skreppa saman? Hærra eldsneytisverð, hærra farmiðaverð, viðskiptavinir með minna á milli handana = færri ferðalangar...
Icelandair er eitt af fáum flugfélögum í heiminum sem náðu að skila hagnaði eftir 11. sept 2001 með því að framkvæma nákvæmlega svona aðgerð. Það er ekkert náttúrulögmál að fljúga til Kaupmannahafnar 45 sinnum í viku ef það eru bara farþegar í 10 vélar. Sveigjanleiki er lykilatriði ef þú villt lifa af!
Þetta er nú ekki heldur í fyrsta skiptið sem þetta félag hefur farið í gegnum ólgusjó. Á árunum 1970 til 1985 blæddi félagið alvarlegum fjárupphæðum og það var ekkert alltaf víst um hvort framhald yrði á rekstrinum. Ríkisábyrgðir eu eitthvað sem þetta félag hefur ekki fengið (fyrir utan kannski vegna tímabundinna trygginga eftir 11. sept 2001) síðan amk 1987 (21 ár) þegar félagið byrjaði að kaupa Boeing flotann.
Kari (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.