Mikið og skemmtilegt annríki

Undanfarnir dagar hafa verið mjög skemmtilegir, hef verið að undirbúa veislu fyrir lilla minn, yngsta soninn sem er að útskrifast með BS gráðu í jarðfræði á morgun.  Hann vill vera fyrir sunnan með veisluna svo ég elda hér og verð svo að koma öllu suður, stólum, diskum, áhöldum, mat.  Þetta er bara gaman en mikil heilabrot svo að ekkert gleymist.  Veðrið hefur verið alveg yndislegt undanfarna daga, hrossin glöð að vera úti og hér er allt í blóma.

Björt útskrifaðist í Svíþjóð á þriðjudaginn var.  Í dag eru hún og Birgir að fara í frí til Ítalíu.  Svo fæ ég að halda henni veislu þann 28. júní hér á Torfastöðum.  Þvílík hamingja. 

Í dag verður Gautrekur frá Torfastöðum sýndur í Hafnarfirði og Hjálprekur frá Torfastöðum fór í kynbótasýningu á miðvikudaginn var, ef ég man rétt.  Hann á eftir að fara í yfirlitssýninguna, hún verður í dag.  Verst að ég get ekki sýnt myndir, því ég hef svo mikið að gera, að ég kemst ekki til að fylgjast með sýningunum og tek því engar myndir.  Synd.

En gleðinni fylgir oft líka sorg, fékk fréttir um að Ólafur faðir Sigrúnar mágkonu minnar hefði látist í vikunni.  Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband