Ríkidæmi.

Ég þakka stöðugt fyrir hvað ég nýt mikillar hamingju og velgengni.  Yngsti sonur minn spurði mig oft, þegar hann var lítill (nú er hann er að verða 23ja ára) hvort ég væri rík.  Svaraði honum alltaf að enginn væri ríkari en ég.   Í framhaldi af því spurði hann mig hvort við ættum mikið af peningum. Hann fékk það svar að ríkidæmi mitt væri hann og systkini hans.  Hann sem lítill drengur átti stundum bágt með að skilja hvaða ríkidæmi ég væri að tala um.  Mitt ríkidæmi var og er algjört, enginn ríkari en ég.  Ég er eins rík og nokkur getur orðið.  Vildi óska að allir væru eins ríkir og ég er.  Hef ekki bloggða í nokkra daga en ætla að gera bragarbót á því.  Margt til umræðu sem vert er að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er mikið rétt hjá þér Drífa. Þetta er meðal annars sá fjársjóður og ríkidæmi sem verðbólga, skattur, verðhækkanir, verðbréfahrun og gjaldþrot skerða ekki inneigninga né verðgildi hennar. Kær kveðja upp í Tungur.

Sigurlaug B. Gröndal, 10.6.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband