Vorverkin gleðja.

Vorverkin hafa tekið yfir undanfarna daga og þegar ég lauk því að hræra upp skítinn í haughúsinu, dreif ég í að ljúka bókhaldinu og skila því til endurskoðandans.  Alltaf léttir þegar það er af. Nú hlakka ég til að halda áfram með vorverkin.  Hryssurnar eru að kasta þessa dagana, fjögur folöld komin og á föstudaginn kemur haugsugan og dreifir skítnum.

Kynbótasýningarnar halda áfram, Hjálprekur, 5 vetra stóðhestur frá okkur fer í dóm á föstudaginn kemur fyrir norðan, Tryggvi sýnir hann.  Svo mætir Gautrekur í dóm í Hafnarfirðinum.  Hrist fer e.t.v. líka í dóm, við sjáum til.

Kristinn Bjarni og Berglind eignuðust dreng fyrir fjórum dögum og Gunnur Líf telpu þann 20. júní.  Allir heilbrigðir og hressir.  Óska þeim öllum innilega til hamingju.  Gunnur Líf bauð í skírn á sunnudaginn kemur og auðvitað mætum við í Garðabæinn. 

Svo eru það útskriftaveislur hjá Eldi og Björt.  Eldur ætlar að halda sína í bænum þann 14. júní, útskriftardaginn, en Björt þann 28. júní hér á Torfastöðum. Nú þarf að fara að hugsa fyrir því. Gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband