Meðferð fyrir ungmenni í vanda

"Eitthvað stendur til" í meðferðarmálum ungmenna, en á meðan hefur fjölda meðferðarstaða verið lokað.  Skjöldólfsstaðir stóðu til, í ein tvö ár. Svo setti Barnaverndarstofa þá á fót en lokaði skömmu síðar eftir stutt starf.  Hvítárbakki náði að starfa í 9 ár, en Inga og Sigurður hættu síðastliðið haust og nokkrum mánuðum síðar var staðnum lokað.  Meðferðarheimilið Torfastöðum hætti eftir 25 ára starf í lok árs 2004.  Rekstur Háholts var auglýstur laus til umsóknar fyrir fáeinum vikum. 

Vinna við að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra er alveg hrikalega erfið og vandasöm, einkum þegar börn eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða.  Það þarf mjög þjálfað og öflugt fólk í slíka vinnu. Reynslan sýnir að Barnaverndarstofu hefur ekki verið umhugað um að halda í mikla reynslu og færni fólks í meðferðarmálum ungmenna, en stofan leggur áherslu á eitthvað nýtt. 

Hvað er gert fyrir ungmennin sem eiga í vanda í dag á meðan beðið er eftir MST kerfinu?  Fréttir og nýbirtar rannsóknir um aukinn vanda ungmenna eru ægilegar.

Barnaverndarstofu hefur stefnt að því í mörg ár að setja á fót MST meðferðarkerfi.  Um það ræddu starfsmenn hennar við okkur á Torfastöðum, fyrst árið 1999.  Síðan eru liðin 9 ár.  Loksins hefjast þeir handa.  Skjöldólfsstaðir var hugarfóstur BVS og þeirra verk.  Hætt var rekstri stuttu eftir opnun. Vonandi gengur næsta verkefni Barnaverndarstofu betur.


mbl.is Fjölþáttameðferð vegna hegðunarvanda barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Ég er ekki að tala gegn því að ungmenni fái hjálp, einungis að benda á að gott væri halda í meðferðarúrræði sem hafa verið árangursrík og þróuð til margra ára. Ekki leggja þau niður á meðan að fólk er að æfa sig í nýjum úrræðum. Ný meðferðartækni í höndum fólks sem ekki er þjálfað, fara ekki
að virka fyrr en fólk hefur fengið mikla þjálfun í að vinna með þau.

Drífa Kristjánsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband