Lyngdalsheiðarvegur, Gjábakkavegur
28.3.2008 | 19:00
Enn eru bullandi rangfærslur viðhafðar af afturhaldsöflunum sem neita okkur Uppsveitarfólki um almennilegar samgöngur. Í Speglinum áðan (ruv.is) var því haldið fram að hraðbraut yrði í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum við það að 17 km leið yfir Lyngdalsheiðina fengi lagfæringu og yrði heilsársleið fyrir þá sem þurfa og vilja stytta sér leið milli Þingvalla og Laugarvatns.
Leiðrétt skal hér að einungis er um að ræða vegarkafla sem kemur hvergi nálægt Þingvallaþjóðgarðinum og fer aldrei inní þjóðgarðinn. Hið rétta er líka að umferðin færist fjær þjóðgarðinum en hún er nú. Í það minnsta þrjá kílómetra fjær þjóðgarðinum en nú er.
Einnig liggur fyrir að Þingvallanefnd ætlar ekki að leyfa hærri hámarkshraða í gegnum þjóðgarðinn en nú er, 50 km. Engin krafa erum að hraðinn aukist í þjóðgarðinum. Sveitarstjórn hefur samþykkt aðalskipulag Þingvallasveitar og þar eru vatnsverndarákvæði mjög ströng. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ætlar sér að vernda Þingvallavatn um leið og almennar samgöngur verða að standast nútímakröfur. Við erum engir molbúar hér í Uppsveitum Árnessýslu og dónaskapur að segja við okkur að við eigum að búa við 5. flokks samgöngur hér, bugðótta hættulega ófæra vegi megnið af árinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Samgöngur | Breytt 27.7.2008 kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér.
Fannar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.