Lyngdalsheiðarvegur loksins boðinn út.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti strax eftir kosningar 2002 að með fyrstu verkum hennar yrði að leggja áherslu á að fá heilsárs veg milli Þingvallasveitar og Laugardals.  Vonast var til að verkframkvæmdum yrði lokið fimm árum seinna eða 2007.  Þá voru liðin 100 ár frá því að fyrsti vegur landsins var lagður þar sem nú er Gjábakkavegar, en vegurinn kallaðist áður Kóngsvegur.  Stefnt var að því halda hátíð í tilefni 100 ára afmæli vegagerðar á Íslandi með opnum nýs Lyngdalsheiðarvegar. 

Vinna við undirbúning vegarins hefur dregist úr hömlu en nú hefur öllum skilyrðum verið fullnægt til að hægt sé að hefja framkvæmdir. 

Þingvallasveit ákvað að sameinast Laugardalshreppi og Biskupstungum vorið 2002 og var forsenda þeirrar sameiningar að vegsamband yrði allt árið en ekki bara í þrjá mánuði (sumarmánuðina) á milli Þingvalla og Laugardals.  Nú er draumur íbúa Þingvalla að verða að veruleika.  Öllum formlegum skilyrðum hefur verið fullnægt og nú er ekki eftir neinu að bíða. 

Núverandi Gjábakkavegur liggur í vegstæði Kóngsvegar. Þegar bílar hætta að aka um gamla Kóngsveginn þá er hægt að friða hann og vernda. Kóngsvegurinn getur aftur orðið reiðvegur. Með því sýnum við sögunni og verkmönnum fortíðar virðingu okkar.


mbl.is Hvetur ráðherra að breyta fyrirhugaðri staðsetningu Gjábakkavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband