Loksins byrja ég ađ blogga

Fć bloggstíflu um leiđ og ég reyni ađ hefjast handa.  Slasađist fyrir fjórum vikum viđ tamningar og hef ţví meiri tíma en oft áđur til ađ setja eigin hugsanir og vangaveltur á bloggiđ.  Finnst reyndar allir ađrir međ svo fínar síđur og ég kann ekkert fyrir mér enn í tćkninni.  Ţađ kemur. Veđriđ frábćrt hér í Biskupstungum í dag, Pálmasunnudag. Vona ađ sumarhúsaeigendur hafi notiđ helgarinnar eins og viđ íbúarnir. Páskarnir framundan og ég strax farin ađ hlakka til allra gestanna sem verđa međ okkur á Torfastöđum. Eigum svo stórt hús međ mörgum ónotuđum herbergjum eftir ađ viđ hćttum ađ taka börn og fjölskyldur ţeirra í međferđ. Nóg pláss. Stórfjölskyldan nýtur góđs af ţví, enda höldum viđ miklar hátíđir um jól og páska. 

Hef miklar áhyggjur af ţví hvađ Barnaverndarstofa dregur sífellt úr ţjónustu sinni viđ ungt fólk.  Á sama tíma og ríkisstjórnin samţykkir ađ hún vilji leggja áherslu á aukna ţjónustu viđ börn.  Inga og Siggi á Hvítárbakka hćttu síđastliđiđ haust, viđ tóku nýjir rekstrarađilar og nú fimm mánuđum síđar er veriđ ađ hćtta rekstri Hvítárbakka.  Reksturinn í Háholti virđist vera ađ taka breytingum búiđ ađ auglýsa eftir nýjum rekstrarađila ţar.  Viđ vildum ekki sitja lengur undir óvild og ávirđingum Braga forstjóra og hćttum eftir 25 ára starf, 9 árum eftir ađ Barnaverndarstofa varđ til.  Á örugglega eftir ađ rćđa ţessi mál mikiđ á síđunni minni enda er velferđ barna mitt hjartans mál. 

 


Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband