Færsluflokkur: Lífstíll

Gautrekur IS2003188503 frá Torfastöðum í kynbótadómi

Gautrekur í braut  11.6. 2009 
Ég var ánægð með hann Gautrek okkar í dag.  Mér finnst hann hafa mjög flotta líkamsbyggingu en dómarar gáfu honum samt ekki hærra en 8,06 fyrir byggingu. 
Það þýðir víst ekki að deila við dómarann en okkur finnst einkunnin 8,0 fyrir háls og herðar ansi nánasarleg og illa rökstudd.
Móðir hans Randalín var með 9,0 fyrir háls og herðar og okkur finnst hann eiga a.m.k. einkunnina 8,5.  En dómararnir ráða. 
Afkvæmi G autreks eru afar hálsfalleg.  Gautrekur fer í yfirlitssýningu á sunnudaginn eftir hádegi.  Þá kemur í ljós endanleg niðurstaða.

GAUTREKUR byggingardæmdur 11.6.2009

Gautrekur háls og herðar

 

 


Tungufljótið fullt af laxi.

Óli og Fannar með fossinn Faxa í bakgrunniÞað hefur verið mikil blessun og gleði að fá að njóta fjölskyldunnar og veiðigleðinnar undanfarna tvo daga.  Tungufljót þykir mjög skemmtilegur veiðistaður og vanir veiðimenn hamast við að kenna þeim sem ekkert kunna.  Allir glaðir og margir hafa náð sínum Maríulaxi.  Björt fékk Maríulaxinn í dag og hér koma myndir af því.  (því miður fer myndin alltaf af blogginu en hún er í myndaalbúmi).  Fannar náði einum laxi, Andri fékk líka lax sinn fyrsta á flugu, í raun Maríulax.  Jara veiddi líka maríulaxinn sinn svo það voru margir sigrar unnir hér í dag.  Högni er aflakongurinn, hann og Fjalar hafa samtals veitt 9 laxa.  Darri fékk tvo laxa í morgun.

Veiðimennirnir eru sammála um að mikill fjöldi laxa sé í ánni, varla þverfótað fyrir löxum.  Laxinn sést allsstaðar.  Allir sammála um að veiðin hafi verið frábær skemmtun.

Sigrún mágkona kom með mörg kíló af humri og eldaði margra stjörnu humarsúpu.  Þvílíkt hvað hún var góð.  Í fyrramálið ætlar veiðifólkið að koma sér af stað kl. 6:30 svo það er ekki til setunnar boðið.


Tungufljót, mikil veiði

Fjölskyldan hefur verið að veiðum í Tungufljóti síðan í gær.  Fjalar, Hilmar, Darri og Högni og margir laxarÉg fór áðan til þeirra og tók af þeim meðfylgjandi mynd sem er tekin við fossinn Faxa í Tungufljóti.  Sex fiskar fengust í gær, Högni fékk fjóra og Fjalar tvo.  Högni var gestgjafi okkar í hádeginu, bauð uppá laxa, þeir voru mög góðir.  Áin var hvíld frá kl. 13 til 16 í dag og nú eru allir farnir aftur í veiði.  Í morgun fékk Fjalar stærsta laxinn sem hópurinn hefur fengið til þessa, 12 punda lax, hvorki meira né minna.  Það er rosa fjör, allir eru að hamast við að læra að kasta því það má bara veiða á flugu.  Sumir með tvíhendu og aðrir einhendu.  Segi frá því hér, þótt ég þekki ekki muninn. 

Gunnar mágur varð að fara í morgun til að sinna áríðandi erindi, vont stundum að vera bæjarstjóri, en Andri er hér enn og því fulltrúi fjölskyldunnar.  Óli, Fannar Björt og Birgir eru fulltrúar Torfastaðafjölskyldunnar í veiðinni, en ég elda og næri mannskapinn.  Hilmar, Darri og Jara eru líka að veiða en Freyja er heima að vinna. Pabbi kom í heimsókn í gær og var með mér en ég undirbjó mat í allt gærkvöld.  Hann fór núna rétt áðan. Sigrún mágkona er á leiðinni. 

Nú er komin hellirigning, það getur ekki verið betra þegar fólk er að veiða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband