Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lífsins vatn.

Gæðum heimsins er misskipt.  Hér í Biskupstungunum er hlýtt, sól og blíða og svo hellast yfir okkur gróðrardembur seinnipart dags.  Svona hefur veðrið verið alla vikuna.  Gróðurinn þýtur upp. Vorkenni þeim sem njóta ekki alls eins og við. Ég get ekki nógsamlega þakkað lífsgæðin þessa dagana.  Í nótt fór ég að sinna hrossum, þá var úðarigning og sól um miðja nótt og regnboginn lá yfir Torfastöðum.  Þvílík fegurð. Gæti vel unnt Vestfirðingum að fá einhverja vætu frá okkur.


mbl.is Bændur víða langeygir eftir vætu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torfastaðablíða, fjör og gleði

Undanfarnir dagar hafa verið hreint unaðslegir hér á Torfastöðum. Sól, hiti og svo hellidembur fyrir gróðurinn.  Hitinn orðinn fimmtán stig og klukkan rétt að verða 9 að morgni. Mikið að gera hjá mér og voða gaman.  Ætlum að halda veislu nr. 2 í þessum mánuði á laugardaginn, útskriftarveislu.  Erum að hamast við að lagfæra það sem lagfæra þarf taka til og snurfusa.  Elda og versla inn. Eigum von á tugum gesta á laugardaginn.

Sumarhúsaeigendur fá þvílíka blíðu ég vona að sem flestir njóti þess og hafi gaman af að vera í sumarbústöðunum sínum.  Hestarnir eru glaðir í þessu veðri og nú er von á Jens frá Svíþjóð en hann ætlar að fá að þjálfa sig og hrossin hjá okkur í sumar.


Hvolpasagan

Ég velti því fyrir mér fyrst þegar ég sá frétt um hvolpinn, hvort sá sem lagði hann til í hrauninu hafi ekki haldið að hundurinn væri dauður.  E.t.v. hafi hann ekið á hundinn, hann virst dauður og þá hafi sá sem slasaði hundinn urðað hann.  Nú þori sá hinn sami ekki að segja frá og eigandinn orðinn sakborningur í augum almennings. Það er hægt að slasa hundinn illa við að aka á hann án þess að hann þurfi að brotna.

Upphrópanir um ljótt fólk hefur verið fylgifiskur fréttarinnar um hundinn og allir tilbúnir að dæma illmennin.


mbl.is Eigandi hvolpsins yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brynja og "Hárið" 1971

Ég votta Erlingi og fjölskyldu Brynju mína dýpstu samúð. Hef dáð Brynju síðan ég fékk að kynnast henni árið 1970 en þá setti Leikfélag Kópavogs upp söngleikinn Hárið og Brynja leikstýrði.  Ég lék og söng og hafði mikla ánægju af að fá að vinna undir leikstjórn Brynju. Hún var stórbrotin kona og allt sem hún gerði vakti aðdáun mína. Hún og Erlingur hvöttu mig á sínum tíma til að fara í leiklistarnám og þótti mér mikill heiður af því að fá hvatningu þeirra þótt ekkert yrði úr leiklistarnámi hjá mér. 

Hlustaði á viðtal við Brynju í útvarpinu fyrir nokkrum dögum og hafði mikla ánægju af.  Þar rifjaði hún upp ýmsa hluti úr lífi sínu sem gaman var að fá hennar sýn á.  Nú er Brynja látin, dó á lengsta degi ársins, þegar sólin gengur ekki til viðar. Guð blessi þá sem sakna hennar mest.


mbl.is Andlát: Brynja Benediktsdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair á hausnum

Ég man þegar ungir menn komu og tóku félagið yfir.  Það var fyrir fáeinum árum. Hef lítið vit á fjárfestingarfyrirtækjum en fannst mjög skrýtið þegar Flugleiðir var allt í einu gert að fjárfestingarfélagi, fjármagn félagsins hirt og það sett í áhættufjárfestingar.  Eftir stóð Icelandair með lítið fjármagn en mikla reynslu og sögu í flugrekstri.  Var að vinna hjá Flugleiðum fyrir 38 árum þegar fyrirtækið var stutt af ríkinu með ríkisábyrgð á lánum.  Þá þótti mikilvægt að hafa gott bakland þegar á bjátaði.  Nú virðast menn halda að aðeins þurfi orðspor til að fyrirtæki geti þrifist.  Ég er ekki hissa á því að staðan sé slæm, menn með litlar hugsjónir í flugrekstri tóku fyrirtækið yfir og hirtu fjármagnið úr fyrirtækinu og stunduðu áhættufjárfestingar.  Nú verður að draga saman.  Er ekki alltaf sannfærð um að samkeppni sé svarið, þótt gott sé að fá ódýr fargjöld.  Fyrirtækin verða að hafa rekstrargrundvöll.


mbl.is Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja nú er ég hissa

Er það svo að hestaferðamenn hafa ekki enn farið um Auðkúluheiðina þetta sumarið, og kominn 20. júní?  Ég hélt að ferðamennska hestamanna væri hafin en ég er augljóslega ekki nógu kunnug á Auðkúluheiðinni.  Þekki vel afrétt Tungnamanna en hann nær norður í Fögruhlíð, Þjófadali og til Hveravalla.  Held að hestaferðamenn hljóti að vera farnir að fara um, þótt umferð bifreiða sé enn bönnuð.
mbl.is Kom ísbjörn upp um hestana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanrækt börn

Mæðravernd og eftirlit með nýfæddum börnum hefur átt sér stað hér á landi, eins lengi og ég man.  Ljósmóðirin kom heim til mömmu, mældi og skoðaði systkini mín og gaf góð ráð. Svo kom að mér að eignast börn.  Það var tilhlökkun í að fá ljósmóðurina í heimsókn.  Eftirlitið kemur í veg fyrir að börn séu vanrækt og jafnvel drepin.  Væri ekki vert að kynna Áströlum barnaeftirlitið okkar og hvetja þá til að koma slíku eftirliti á hjá sér. 


mbl.is Sveltu börn sín til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldralaus börn

Grein Ingibjargar Benediktsdóttur í Morgunblaðinu í dag er orð í tíma töluð.  Öll mín samúð er með þeim sem þjást vegna fjölskylduvanda og fá ekki aðstoð.  Tíminn er stuttur þegar ungmenni eru að valda sér tjóni.  Nauðsynlegt að bregðast skjótt við og snúa erfiðleikunum í sigra.

Var að hlusta á viðtal Guðrúnar Frímannsdóttur, fréttamanns Ruv .og fyrrverandi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur við Halldóru Gunnarsdóttur núvernadi framkvæmdastjóra Barnav. Rvk. Hroðalegt hvað sum börn þurfa að þola þegar foreldrar þjást af eiturlyfjafíkn, geðveiki eða öðru sem gerir þau illfær um að vera foreldrar barna sinna.  Börn velja sér ekki foreldra en barnaverndarlögin eru mjög foreldravæn. Svo birtist frétt á mbl.is að Bragi á Barnaverndarstofu ætli að rannsaka vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur.

Ef ég mætti ráða þá væru úrræði stöðugt fyrir hendi til að aðstoða þá sem hafa áhyggjur af börnum sínum og eiga í erfiðleikum af ýmsum toga.  Barnaverndarstofa hefur fækkað úrræðum undanfarið sem voru til aðstoðar ungmennum og fjölskyldum þeirra. 


mbl.is Barnaverndarstofa rannsakar málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband