Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nútímabörn árið 1969
18.8.2010 | 23:51
http://is.wikipedia.org/wiki/Nútímabörn_-_Nútímabörn
Fann þetta á netinu og freistaðist til að setja inná bloggsíðuna mína.
Miklar samgöngubætur í Bláskógabyggð og Uppsveitum Árnessýslu
30.7.2010 | 11:05
Nú fer að sjá fyrir endan á mikilvægum vegaframkvæmdum. Stutt er í að Lyngdalsheiðarvegur verði opnaður og séð er fyrir endan á framkvæmdum við Hvítárbrú við Bræðratungu. Þetta mun hafa mjög mikil áhrif í Bláskógabyggð. Umferð eykst enn og er hún nú mikil fyrir en við höfum áhyggjur af svokölluðum Reykjavegi. Umferð um hann hlýtur að aukast en vegurinn er mjög lélegur og þolir ekki meiri umferð en nú er. Reyndar þolir hann alls ekki þá umferðina eins og hún er í dag.
Eitt hundrað milljónir áttu að fara í að lagfæra veginn en þær voru dregnar til baka og ekkert framkvæmdafé er til fyrir Reykjaveg. Það er slæmt mál og því verður að breyta.
Umferð hleypt á nýja brú yfir Hvítá í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sumarbústaðir og sorphirða
10.7.2010 | 18:00
Ég skrifaði þessa grein um sorphirðumál hér í Bláskógabyggð. Vildi gefa fólki kost á að lesa hana hér. http://www.visir.is/article/20100705/SKODANIR03/348622208
T-listinn í Bláskógabyggð, grein birt í Dagskránni 27.5.2010
28.5.2010 | 14:14
Ég hef verið oddviti T-listans undanfarin 8 ár. Ég íhugaði að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum en ákvað að gefa kost á mér í 4. sæti listans. Nái T-listinn meirihluta í sveitarfélaginu, verð ég enn eitt kjörtímabilið í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Það er því allt eða ekkert hjá mér í þessum kosningum.
Nýjir flottir frambjóðendur skipa 1. og 3. sæti listans, þau Helgi Kjartansson og Valgerður Sævarsdóttir. Félagar mínir í síðustu sveitarstjórn, þeir Jóhannes Sveinbjörnsson og Kjartan Lárusson skipa 2. og 5. sæti listans. Nýliðun er því mikil, en við reynsluboltarnir erum líka til staðar og þannig að við erum tilbúin til að takast á við breytingar í sveitarfélaginu. Nú er því gullið tækifæri til að gefa okkur stjórnartaumana.
T-listinn vill draga íbúa sveitarfélagsins að málum, galopna stjórnsýsluna og gefa íbúum tækifæri til að segja skoðun sína á málum sem þeir hafa áhuga á og eru á borði sveitarstjórnar. T-listinn vill líka hlusta eftir hugmyndum að verkefnum, samvinnu og styðja við hugmyndir manna um nýsköpun. Við ætlum að efla heimasíðu sveitarfélagsins og gera hana lifandi svo fólk skoði viðburðardagatalið og fái upplýsingar um hvaðeina sem um er að vera í Bláskógabyggð. Okkur langar líka að efla Bláskógafréttir og viljum skoða alla möguleika í þeim efnum. Við erum staðráðin í að halda íbúafundi helst tvisvar á ári og efna til almennra umræðna um málefni áður en bindandi ákvarðandir eru teknar. Þannig treystum við og eflum lýðræðið í sveitarfélaginu.
Fólk sem þekkir mig veit að ég er mjög fylgin mér, hætti ekki við hálfklárað verk og hef úthald í erfiðum málum. Ég rak Meðferðarheimilið Torfastöðum í rúm 25 ár og í slíkri vinnu er úthald og hæfni í mannlegum samskiptium lykilatriði til að ná árangri. Í stjórnun sveitarfélags hlýtur slík færni að vera mjög mikils virði. Ég er, kæru kjósendur, tilbúin í þau verkefni sem fyrir liggja hljóti T-listinn til þess stuðning.
Drífa Kristjánsdóttir skipar 4. sæti T-listans í Bláskógabyggð.
T-listi tækifæra í Bláskólgabyggð.
16.5.2010 | 08:56
Í síðustu viku kynntum við T-listafólk, framboð okkar. Við gerðum miklar breytingar á listanum. Nú leiðir listann nýr frambjóðandi, Helgi Kjartansson, kennari í Reykholti. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ Þingvallasveit er í öðru sæti. Hann sat í sveitarstjórn ásamt okkur, Kjartani,á síðasta kjörtímabili. Valgerður Sævarsdóttir bókasafnsfræðingur er í þriðja sæti og í fjórða sæti er ég, Drífa Kristjánsdóttir, á Torfastöðum. Ég kaus að bjóða mig fram í 4. sæti en það þýðir að ég fæ aðeins sæti í sveitarstjórn ef T-listinn hlýtur meirihluta í kosningunum. Í 5. sætir er Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og kennari í Laugardalnum. Við Kjartan höfum bæði setið í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil. Kjartan segist alltaf hafa verið síðasti kjörinn maður á T-listanum og ætli að halda því áfram. Hann stefnir því ótrauður á að komast í sveitarstjórn.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum er í 6. sæti. Lára Hreinsdóttir kennari Laugarvatni í 7. sæti. Sigrún Elfa Reynisdóttir, leikskólakennari og garðyrkjubóndi, Laugarási,
8. sæti, Pálmi Hilmarsson Laugarvatni í 9. sæti og Svava Kristjánsdóttir Reykholti í 10. sæti. Hún er yngst og því fulltrúi unga fólksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var svo gaman í gær að ég stendst ekki mátið að segja aðeins frá. Fiskistofa hefur nýlega úrskurðað að Tungufljótsdeild er lögleg veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga og samþykktir deildarinnar voru auglýstar í Stjórnartíðindum 8. febrúar s.l. Landeigendum við Tungufljót var boðið í ferð til að skoða seiðaeldistöðvar í Borgarfirðinum. Í annarri þeirra eru Tungufljótsseiðin í uppeldi. Ferðin var mjög ánægjuleg og afar fróðleg. Spennandi að horfa til þeirra verkefna sem framundan eru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í rusli
5.1.2010 | 18:53
Manni eru alveg að fallast hendur yfir allri vitleysunni sem á sér stað hér á Íslandi. Hvað er að öllu því Sjálfstæðisfólki sem styður samninga um Icesave? Fólk þegir þunnu hljóði og segir ekki neitt þótt það sé sannfært um að við verðum að standa við gerða samninga. Hvað er að öllum þeim Sjálfstæðismönnum sem stunda atvinnurekstur og eru sannfærðir um að eina vitið er að ganga frá Icesave ekki síðar en í gær? Hversvegna heyrist ekkert í stjórnarandstæðingum sem styðja aðgerðir stjórnvalda varðandi Icesave?
Klíkupólitíkin vinavæðingin er söm við sig og nú velur forsetinn að halda þannig á málum að hann njóti almennra vinsælda. Forsetinn mun vera að reyna að koma á forsetaræði í stað þingræðis eins og stjórnmálafræðingurinn, Baldur segir í fréttum. Hann segir að þingið verði að taka það mjög alvarlega að forsetinn sé að setja á forsetaræði í landinu.
Nú heyri ég á fólki að það vilji ekki búa lengur á Íslandi, margir hyggjast yfirgefa landið, halda á vit nýrra æfintýra. Fólk á mínum aldri sem er ekki bundið hér af börnum og buru og hefur starfsorkur menntun og reynslu, hefur tækifæri annarsstaðar í heiminum, horfir nú útfyrir landsteinana á þau tækifæri sem þar eru. Margir læknar vilja ekki lengur húka á Íslandi, nú þegar enn á að skera niður þrengja að og draga saman. Þeir hafa sumir tækifæri annarsstaðar sem ekki hefur gefist hér og nú munu tækifærin vera mörg erlendis einkum hjá þeim færustu. Ekki skrýtið að þeir nenni ekki að hanga hér lengur.
Unga, vel menntaða fólkið okkar, það hefur fjölda tækifæra erlendis. Nú hugsar það enn frekar út fyrir landsteinana, hyggst fara í enn meira nám, fara í doktorsnám og horfa til tækifæra erlendis sem bjóðast. Það er ekki hægt annað en að hvetja unga fólkið til að hugsa um sig sjálft, ekki gerir klíkupólitíkin það. Hún hugsar bara um eigin hag og verða þá ekki allir að hugsa þannig?
Hvar eigum við Íslendingar eftir að standa, þegar stór hluti flotta vel menntaða unga fólksins okkar er farið af landi brott?
Við almenningur eigum heimtingu á að stjórnmálamenn taki höndum saman og hugsi um hag okkar allra en ekki bara sinn eigin hag. Hættið að vera eins og krakkar í sandkassaleik, þroskist og hjálpist að við að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir.
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgunblaðið í vörn fyrir Seðlabankann.
21.12.2009 | 06:52
Þrengri reglur um veðlán en í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guðrúnargata hefur lengi verið til í Norðurmýrinni
18.12.2009 | 06:59
Minning kvenna heiðruð með götunöfnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjánalegir Framsóknardrengir
11.10.2009 | 19:07
Það er frekar þreytandi að þurfa að fá yfir sig fréttir af því tagi sem hafa verið um litlu strákana sem fá fréttamenn til að ræða við sig um að ef þetta væri svona þá myndi hitt vera svona og að einhver ætti heldur að vinna á þennan hátt en hinn. Þetta er auðvitað bráðfyndið að litlir strákar, sem langar að láta á sér bera, skuli fá fréttamenn til að elta ólar við vitleysuna sem út úr þeim kemur.
Strákar mínir sendið bara sjálfir ykkar bréf, skrifið þeim sem geta svarað og þegar niðurstaða liggur fyrir þá sýnið þið fjármála-og forsætisráðherra bréfið og við íbúar landsins fáum fréttir. Ekki einhverjar getgátur og vitleysu. Og fréttamenn hættið þessum ekkifréttum.....
Kallaði á neikvæð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)