Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Guðrúnar og Eldsdóttir fædd 19. september 2010

Flott ferðbúin hálfsdags gömul dóttir Guðrúnar og EldsVið eignuðumst dásamlegt barnabarn, stúlku, í fyrradag.  Eigum nú alls fjögur barnabörn sem hafa fæðst á tæpum þremur árum.  Mikið ríkidæmi.  Stúlkan fæddist í Kaupmannahöfn, en Guðrún og Eldur búa þar þessa dagana.  Ég fékk sendar myndir í gær og get ekki á mér setið að setja þessa á bloggið mitt.  Lítil dama á leið heim af fæðingardeildinni u.þ.b. 12 tíma gömul.  Yndislegt.


Amma afi og barnabörn

Garpur Frigg og Stormur lesa með afa.Björt sendi mér slóðina hér fyrir neðan og þegar ég heyrði gamalkunnan flutning Nútímabarna varð mér hugsað til liðinna daga.  Margt skemmtilegt sem ég tók mér fyrir hendur.

http://this.is/drgunni/mp3/Nutimaborn%20-%20Hvenaer%20voknum%20vid.mp3

Fortíðarhugsanirnar urðu til þess að ég fór að skoða mynd af mér frá því að ég var rúmlega eins árs.  Er þetta ekki líkt henni Frigg?

Drífa Kristjánsdóttir á 2. ári

Frigg og Stormur 18.9.2010


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband