Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Miklar samgöngubætur í Bláskógabyggð og Uppsveitum Árnessýslu
30.7.2010 | 11:05
Nú fer að sjá fyrir endan á mikilvægum vegaframkvæmdum. Stutt er í að Lyngdalsheiðarvegur verði opnaður og séð er fyrir endan á framkvæmdum við Hvítárbrú við Bræðratungu. Þetta mun hafa mjög mikil áhrif í Bláskógabyggð. Umferð eykst enn og er hún nú mikil fyrir en við höfum áhyggjur af svokölluðum Reykjavegi. Umferð um hann hlýtur að aukast en vegurinn er mjög lélegur og þolir ekki meiri umferð en nú er. Reyndar þolir hann alls ekki þá umferðina eins og hún er í dag.
Eitt hundrað milljónir áttu að fara í að lagfæra veginn en þær voru dregnar til baka og ekkert framkvæmdafé er til fyrir Reykjaveg. Það er slæmt mál og því verður að breyta.
Umferð hleypt á nýja brú yfir Hvítá í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sumarbústaðir og sorphirða
10.7.2010 | 18:00
Ég skrifaði þessa grein um sorphirðumál hér í Bláskógabyggð. Vildi gefa fólki kost á að lesa hana hér. http://www.visir.is/article/20100705/SKODANIR03/348622208