Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
T-listinn í Bláskógabyggð, grein birt í Dagskránni 27.5.2010
28.5.2010 | 14:14
Ég hef verið oddviti T-listans undanfarin 8 ár. Ég íhugaði að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum en ákvað að gefa kost á mér í 4. sæti listans. Nái T-listinn meirihluta í sveitarfélaginu, verð ég enn eitt kjörtímabilið í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Það er því allt eða ekkert hjá mér í þessum kosningum.
Nýjir flottir frambjóðendur skipa 1. og 3. sæti listans, þau Helgi Kjartansson og Valgerður Sævarsdóttir. Félagar mínir í síðustu sveitarstjórn, þeir Jóhannes Sveinbjörnsson og Kjartan Lárusson skipa 2. og 5. sæti listans. Nýliðun er því mikil, en við reynsluboltarnir erum líka til staðar og þannig að við erum tilbúin til að takast á við breytingar í sveitarfélaginu. Nú er því gullið tækifæri til að gefa okkur stjórnartaumana.
T-listinn vill draga íbúa sveitarfélagsins að málum, galopna stjórnsýsluna og gefa íbúum tækifæri til að segja skoðun sína á málum sem þeir hafa áhuga á og eru á borði sveitarstjórnar. T-listinn vill líka hlusta eftir hugmyndum að verkefnum, samvinnu og styðja við hugmyndir manna um nýsköpun. Við ætlum að efla heimasíðu sveitarfélagsins og gera hana lifandi svo fólk skoði viðburðardagatalið og fái upplýsingar um hvaðeina sem um er að vera í Bláskógabyggð. Okkur langar líka að efla Bláskógafréttir og viljum skoða alla möguleika í þeim efnum. Við erum staðráðin í að halda íbúafundi helst tvisvar á ári og efna til almennra umræðna um málefni áður en bindandi ákvarðandir eru teknar. Þannig treystum við og eflum lýðræðið í sveitarfélaginu.
Fólk sem þekkir mig veit að ég er mjög fylgin mér, hætti ekki við hálfklárað verk og hef úthald í erfiðum málum. Ég rak Meðferðarheimilið Torfastöðum í rúm 25 ár og í slíkri vinnu er úthald og hæfni í mannlegum samskiptium lykilatriði til að ná árangri. Í stjórnun sveitarfélags hlýtur slík færni að vera mjög mikils virði. Ég er, kæru kjósendur, tilbúin í þau verkefni sem fyrir liggja hljóti T-listinn til þess stuðning.
Drífa Kristjánsdóttir skipar 4. sæti T-listans í Bláskógabyggð.
Torfastaðir, afmæli Óla, uppstigningadagur, barnabörnin.
16.5.2010 | 13:37
Það hefur verið svo gaman hér heima undanfarna daga. Björt og Margrét komu með börnin á miðvikudaginn. Um kvöldið komu svo feðurnir og við borðuðum saman afmælismat í tilefni afmælis Ólafs sem var deginum seinna okkur lá bara svo á að fá afmælisveislu. Björt og Birgir voru mjög dugleg í gróðurhúsinu og við njótum góðs af því núna, æðislegt klettasalat, krydd og nammi. Veðrið var æðislegt og börnin yndisleg. Skoðuðu kisu, borðuðu hjá ömmu og sváfu þess á milli. Mjög gaman.
Svo eru tvær hryssur kastaðar, Brák frá Torfastöðum með afkvæmi undan Gautreki frá Torfastöðum og Reginleif með afkvæmi undan Goðreki frá Torfastöðum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
T-listi tækifæra í Bláskólgabyggð.
16.5.2010 | 08:56
Í síðustu viku kynntum við T-listafólk, framboð okkar. Við gerðum miklar breytingar á listanum. Nú leiðir listann nýr frambjóðandi, Helgi Kjartansson, kennari í Reykholti. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ Þingvallasveit er í öðru sæti. Hann sat í sveitarstjórn ásamt okkur, Kjartani,á síðasta kjörtímabili. Valgerður Sævarsdóttir bókasafnsfræðingur er í þriðja sæti og í fjórða sæti er ég, Drífa Kristjánsdóttir, á Torfastöðum. Ég kaus að bjóða mig fram í 4. sæti en það þýðir að ég fæ aðeins sæti í sveitarstjórn ef T-listinn hlýtur meirihluta í kosningunum. Í 5. sætir er Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og kennari í Laugardalnum. Við Kjartan höfum bæði setið í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil. Kjartan segist alltaf hafa verið síðasti kjörinn maður á T-listanum og ætli að halda því áfram. Hann stefnir því ótrauður á að komast í sveitarstjórn.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum er í 6. sæti. Lára Hreinsdóttir kennari Laugarvatni í 7. sæti. Sigrún Elfa Reynisdóttir, leikskólakennari og garðyrkjubóndi, Laugarási,
8. sæti, Pálmi Hilmarsson Laugarvatni í 9. sæti og Svava Kristjánsdóttir Reykholti í 10. sæti. Hún er yngst og því fulltrúi unga fólksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)