Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Það var svo gaman í gær að ég stendst ekki mátið að segja aðeins frá. Fiskistofa hefur nýlega úrskurðað að Tungufljótsdeild er lögleg veiðideild í Veiðifélagi Árnesinga og samþykktir deildarinnar voru auglýstar í Stjórnartíðindum 8. febrúar s.l. Landeigendum við Tungufljót var boðið í ferð til að skoða seiðaeldistöðvar í Borgarfirðinum. Í annarri þeirra eru Tungufljótsseiðin í uppeldi. Ferðin var mjög ánægjuleg og afar fróðleg. Spennandi að horfa til þeirra verkefna sem framundan eru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)