Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Ísland í rusli

Manni eru alveg að fallast hendur yfir allri vitleysunni sem á sér stað hér á Íslandi. Hvað er að öllu því Sjálfstæðisfólki sem styður samninga um Icesave?  Fólk þegir þunnu hljóði og segir ekki neitt þótt það sé sannfært um að við verðum að standa við gerða samninga.  Hvað er að öllum þeim Sjálfstæðismönnum sem stunda atvinnurekstur og eru sannfærðir um að eina vitið er að ganga frá Icesave ekki síðar en í gær?  Hversvegna heyrist ekkert í stjórnarandstæðingum sem styðja aðgerðir stjórnvalda varðandi Icesave?   

Klíkupólitíkin vinavæðingin er söm við sig og nú velur forsetinn að halda þannig á málum að hann njóti almennra vinsælda.  Forsetinn mun vera að reyna að koma á forsetaræði í stað þingræðis eins og stjórnmálafræðingurinn, Baldur  segir í fréttum.  Hann segir að þingið verði að taka það mjög alvarlega að forsetinn sé að setja á forsetaræði í landinu.   

Nú heyri ég á fólki að það vilji ekki búa lengur á Íslandi, margir hyggjast yfirgefa landið, halda á vit nýrra æfintýra.  Fólk á mínum aldri sem er ekki bundið hér af börnum og buru og hefur starfsorkur menntun og reynslu, hefur tækifæri annarsstaðar í heiminum, horfir nú útfyrir landsteinana á þau tækifæri sem þar eru.  Margir læknar vilja ekki lengur húka á Íslandi, nú þegar enn á að skera niður þrengja að og draga saman.  Þeir hafa sumir tækifæri annarsstaðar sem ekki hefur gefist hér og nú munu tækifærin vera mörg erlendis einkum hjá þeim færustu.  Ekki skrýtið að þeir nenni ekki að hanga hér lengur.

Unga, vel menntaða fólkið okkar, það hefur fjölda tækifæra erlendis.  Nú hugsar það enn frekar út fyrir landsteinana, hyggst fara í enn meira nám, fara í doktorsnám og horfa til tækifæra erlendis sem bjóðast.  Það er ekki hægt annað en að hvetja unga fólkið til að hugsa um sig sjálft, ekki gerir klíkupólitíkin það.  Hún hugsar bara um eigin hag og verða þá ekki allir að hugsa þannig? 

Hvar eigum við Íslendingar eftir að standa, þegar stór hluti flotta vel menntaða unga fólksins okkar er farið af landi brott? 

Við almenningur eigum heimtingu á að stjórnmálamenn taki höndum saman og hugsi um hag okkar allra en ekki bara sinn eigin hag.  Hættið að vera eins og krakkar í sandkassaleik, þroskist og hjálpist að við að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir.


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband