Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Allt landið eitt lögregluumdæmi.

Ég vona að Ragna dómsmálaráðherra nái þessu máli í gegn.  Ekkert hagsmunapot politíkusa heldur hugsað um heildarhagsmuni.  Auðvitað missa einhverjir spón úr sín um aski, allir sýslumennirnir hljóta að hafa áhyggjur af eigin hag.  Margir á prósentum af innheimtum gjöldum eða hafa allavega tekur af innheimtunni.  Svo allir hinir sem eru hræddir við breytingarnar, missa e.t.v. völd. 

Áfram Ragna, eitt lögregluumdæmi Íslands yrði mjög stór og mikilvæg breyting í þágu allra landsmanna og mynd þar að auki væntanlega spara mikil útgjöld, ekki veitir nú af.


mbl.is Ísland verði eitt lögregluumdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðinni allri stillt upp við vegg Endurskoðun AGS bíður, Guðfríður Lilja lætur ekki stilla sér upp við vegg.

Mig langar sannarlega ekki að hnýta í neinn en ég er mjög hissa á henni Guðfríði Lilju.  Hún tekur stórt uppí sig lætur ekki stilla sér upp við vegg kærir sig kollótta á meðan þjóðin er í hengingaról.  Fyrirtæki verða gjaldþrota og almenningur er settur upp við vegg þarf að bera byrðar vegna vanhæfra stjórnvalda sem létu allt reka á reiðanum að feigðarósi og þjóðin borgar brúsann.  Nú bíður bara endurskoðun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins eftir að hinu háa Alþingi.  RÚV hefur eftir Guðfríði Lilju að mikilvægast sé að sem flestir í þinginu geti sætt sig við Icesave samninginn.  Hitt má bara bíða........  Já ég er aldeilis hissa. 

Úr frétt RÚV í gær: Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður að fá að hafa sinn gang, óháð því hvenær Alþingi afgreiðir Icesave samkomulagið. Þetta segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún segist ekki ætla láta stilla sér upp við vegg með málið.

Þingflokkur Vinstri grænna hittist í kvöld, meðal annars til að fara yfir stöðuna hvað Icesave samningin varðar og afgreiðslu þingsins á ríkisábyrgð vegna hans en málið er nú til meðferðar í fjárlaganefnd. Skiptar skoðanir eru innan þingflokksins á málinu. Guðfríður segir marga þingmenn Vinstri grænna hafa efasemdir um þetta mál og óvíst að þeir styðji frumvarpið eins og það er nú; fyrirvara verði að gera við það.

Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsaðstoð fyrir Íslendinga gæti verið háð afgreiðslu Icesave samkomulagsins - nú er útlit fyrir að þessari endurskoðun verði frestað enn eina ferðina. Formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði í fréttum í dag að sú frestun yrði bagaleg. Guðfríður segir að þessi tímasetning hafi ekki áhrif á sig; hún láti ekki stilla sér upp við vegg í þessu máli. Mikilvægara sé að ná niðurstöðu í Icesave málinu sem þingið og þjóðin geti lifað við. Fari það svo að Icesave seinki afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsaðstoðar, þá verði svo að vera. Mikilvægast sé að sem flestir á þinginu geti sætt sig við hann.


Gleðilegt að slysum á börnum fækkar.

Herdis Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhússins hefur oft verið illa liðin, vegna eftirgengni hennar og ábendinga á hættum sem börnum er búin hér á Íslandi.  Nú sést svart á hvítu hverju starf hennar hefur skilað.  Húrra fyrir henni.


mbl.is Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn systir Storms

Stormur skoðar litlu systur sína í fyrsta sinni 7. júlí 2009.Við skruppum suður í morgun að skoða litlu systur Storms. Voða flott stúlka kröftug og dugleg að sjúga brjóst móður sinnar. Stormur var ekkert afbrýðissamur, fannst sjálfsagt að fara með ömmu og afa aftur austur.  Foreldrarnir verða að fara af Hreiðrinu í kvöld.  Þá fara þau heim en verið er að laga gólf í herberginu þeirra svo það er betra að Stormur fái að vera með okkur enn um stund.  Ekki leiðinlegt fyrir afa og ömmu.   

Stormur hefur eignast systur

Gleðifréttir.  Stúlkubarn fæddist þeim Margréti Unni og Fannari í dag kl. 18:07.  Hún er 16 merkur nákvæmlega (4 kg) og 53 cm.  Bæði móður og dóttur heilsast vel en bróðir hennar er á Torfastöðum og veit ekkert fyrr en á morgun.  Þá förum við og hittum systur hans.  Verst að ég á ekki myndir en þær koma seinna.

Spennandi dagur, líklegt að Stormur eignist systkini í dag og við nýtt barnabarn.

Stormur í pottinum með afa sínum 4. júlí 2009.Margrét og Fannar voru hér í nótt Stormur kom á föstudaginn svo þau langaði að hitta drenginn sinn.  Þau fóru snemma í morgun enda Margrét komin með reglulegar hríðir svo þau þorðu ekki að dvelja lengur hér á Torfastöðum.  Í gær gekk Margrét hér um allt á eftir syninum sem skundaði uppí sumarhúsahverfi eins og ekkert væri.  Móðir hans fékk því góðan göngutúr og ekki ólíklegt að það hafi hjálpað til.  Gaman væri að fá nýja barnabarnið í heiminn fljótlega, þá þarf ekki að bíða lengur, móðurinni léttir burðurinn og við fáum að njóta nýs einstaklings.  Lífið er yndislegt.  Guð gefi að allt gangi vel.

Við kærum okkur ekki um að hugsa um neitt hrun.  Það geta sökudólgarnir gert.  Þeir eru hvort eð er að reyna að hvítþvo sig, allir sem einn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband