Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Kjánalegir Framsóknardrengir

Það er frekar þreytandi að þurfa að fá yfir sig fréttir af því tagi sem hafa verið um litlu strákana sem fá fréttamenn til að ræða við sig um að ef þetta væri svona þá myndi hitt vera svona og að einhver ætti heldur að vinna á þennan hátt en hinn.  Þetta er auðvitað bráðfyndið að litlir strákar, sem langar að láta á sér bera, skuli fá fréttamenn til að elta ólar við vitleysuna sem út úr þeim kemur. 

Strákar mínir sendið bara sjálfir ykkar bréf, skrifið þeim sem geta svarað og þegar niðurstaða liggur fyrir þá sýnið þið fjármála-og forsætisráðherra bréfið og við íbúar landsins fáum fréttir.  Ekki einhverjar getgátur og vitleysu.  Og fréttamenn hættið þessum ekkifréttum.....


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur og Frigg og foreldrar þeirra í heimsókn hjá ömmu og afa.

Það var gaman hjá ömmu Frigg hlær með ömmu á Torfastöðum 11. október 2009og afa á Torfastöðum síðasta sólarhring.  Fengum tvö af þremur barnabörnum í heimsókn, borðuðum gott Torfastaðakjöt og fiskibollur ömmu í hádegismat í dag, sunnudag.  Frigg ræðir mikið við okkur á sinn hátt, þótt einungs 3ja mánaða, hlær og svarar svipbrigðum og hljóðum.  Stormur auðvitað alltaf flottur enda elstur þótt hanFrigg og Stormur í heimsókn á Torfastöðum 11. október 2009n sé ekki orðinn 2ja ára.  Nú stendur til að halda afmælisboð tveimur dögum eftir afmælið hans sem verður 29. október n.k.

KR-ingar munu mæta Stjörnunni í kvöld í Vesturbænum í Meistara meirstaranna leik og styrktarleik fyrir Neistann styrktarfélag hjartveikra barna.  Ég óska þess auðvitað að KR-ingar verði Meistarar meistaranna að loknum leik.  Fannar fór vel stemmdur og einbeittur.  Vonandi kemur hann liðinu vel eftir veru fjölskyldunnar hér á Torfastöðum  


Íslensk fyrirtæki strand í fjármálakreppu

Það kom ekki fram í frétt Mbl hvort sala Geysis Green í Western Geopower sé hagstæð.  1 milljarður virðist ekki mikið í dag. En vonandi er þetta nóg til að halda áfram uppbyggjandi verkefnum í Kína.  Ég veit að eldhugar bíða eftir að hefja framkvæmdir við að byggja upp veitur sem munu vera mjög umhverfisvænar og eiga eftir að hjálpa Kínverjum við að fækka  mengandi orkugjöfum. 
mbl.is Geysir Green selur hlut í kanadísku félagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband