Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Já kynjakvóta í lög
16.1.2009 | 12:47
Jafnrétti næst aldrei alveg, því ekki að reyna kynjakvótaskiptingu.
Ég velti því stöðugt fyrir mér, á árum mínum með Kvennalistanum, hvernig á því stæði að við næðum ekki meiri árangri í jafnrétti kynjanna, þrátt fyrir stöðuga baráttu, skemmtilegar baráttuaðferðir og æðislegar forystukonur.
Fyrir mörgum árum gerði ég mér ljóst mitt svar. Ég móðir drengjanna minna og dóttur, styð drengina (og líka stúlkuna) eins og ég get og þetta yfirfærum við konur á karlana okkar. Þetta yfirfæra dætur okkar líka á sína karla. Við viljum ekki vera í vegi þeirra, viljum hjálpa þeim, styðja við þá og þá erum við númer tvö. Allt í lagi í eigin lífi og gott að vera góður við sína. Það er móðurhlutverkið sem stendur okkur fyrir þrifum, hlutverkið sem er svo yndislegt. Þetta er klemman og hún er líffræðileg og andleg. Ég vildi ekki hafa misst af því að vera móðir, annast mína og styðja við þá. Það er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er mikilvægara en eigin frami. Ég reyndi að koma á jafnrétti í uppeldi barna minna, en strákarnir eru þrátt fyrir það þakklátir stuðningi og þjónustu kvenna sinna.
Ég er ekki að mæla þessum málflutningi bót þetta er bara svona hjá mér, þrátt fyrir að ég þoli ekki að jafnréttið nái ekki betur fram að ganga. Reynum því kynjakvódann.
Íslendingar væru sennilega ekki í þeirri stöðu sem nú er uppi ef konur hefðu verið ráðandi eða jafngildar á flestum sviðum þjóðfélagsins.
Félagsmálaráðherra: Aðhyllist kynjakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2009 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Guð láti gott á vita
15.1.2009 | 11:43
Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undarleg hún Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
14.1.2009 | 17:43
Frétt í ríkisútvarpinu hljómaði svona í dag kl. 16:00. Hér er fréttin af ruv.is:
Ráðherra hótaði ekki, aðvaraði bara
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir enga hótun hafa falist í orðum vinkonu sinnar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í aðdraganda borgarafundar í Háskólabíói í fyrrakvöld.
Hún lítur fyrst og fremst á varnaðarorð sem aðvörun og vinargreiða. Á borgarafundinum sagði hún Í dag fékk ég skilaboð frá einum ráðherra í ríkisstjórninni þar sem mér var ráðlagt sjálfrar mín vegna að tala varlega hér í kvöld. Af því tilefni vil ég segja þetta. Allt í lagi... Hún náði ekki að klára því margir bauluðu í Háskólabíói þegar orðin féllu.
Sigurbjörg neitaði að gefa upp hver hefði ráðlagt henni þetta. Síðdegis í gær barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þess efnis að hún hefði viljað ráðleggja vinkonu sinni að nálgast ræðu sína af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.
Ég ber ómælda virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og efast ekki um að hún hefur meint vel þegar hún sendi Sigurbjörgu skilaboð sín. Öllu er hægt að snúa á haus og gera tortryggilegt, ekki síst þessa dagana.
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KR - Keflavík 95-64
12.1.2009 | 00:32
Fannar Ólafsson: Undirbjuggum okkur mjög vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hestar lifandi verur
4.1.2009 | 11:56
Mín samúð er hjá reiðmanninum sem meiddist vegna ytri aðstæðna sem hann réð ekki við. Af þessu tilefni langar mig að minnast á alla sem eru í umferðinni. Hér í Biskupstungum er oft ekið mjög kæruleysislega framhjá reiðfólki og ljóst að fólk hefur ekki hugsun á því að hestarnir eru lifandi verur, þeim bregður og geta tekið uppá að hreyfa sig á annan hátt en reiðmaðurinn á von á. Flugeldur gerir flestum hrossum hverft við og það gera líka bílar sem koma óvænt að hrossi. Þá er mikilvægt að ökumaðurinn hægi ferðina taki tillit til þess að hrossið er lifandi skepna.
Mæli með að við tökum upp meiri tillitssemi við hvort annað nú þegar illt er í ári hjá flestum. Munum eftir að athafnir okkar hafa áhrif á aðra. Vonandi ekki þó með þeim afleiðingum sem konan á hestinujm varð fyrir. Megi hún ná bata fljótt og vel.
Hesturinn fældist við flugeld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3. janúar 2009.
3.1.2009 | 17:39
Ég hef ekki skrifað nýtt ártal fyrr en nú. Árið 2009 nýhafið. Fyrstu þrír dagar ársins hafa verið einstaklega hlýir hér á Torfastöðum um 7 stiga hiti í morgun. Hitanum fylgir rigning og birtan lætur á sér standa. Þrátt fyrir að veðrið sé hlýtt og gott þá á ég erfitt með að ríða út og temja hross enda færið sérlega þungt, mikil drulla og erfitt fyrir hrossin að ganga í þessu færi. Svo verð ég löt í myrkrinu og valdi að lesa blöðin í eftirmiddaginn.
Mér fannst grein eftir Bjarna Harðarson í Morgunblaðinu góð og hvet fólk til að lesa hana. Ég finn ekki útúr því að setja hér eins og fínir bloggarar gera og svo kemur greinin en hér er slóðin inná hana: http://pappir.mbl.is/index.php?s=981&p=24729&a=93289 Sé reyndar að fólk verður að hafa áskrift af Morgunblaðinu til að geta lesið greinina.
Hlustaði á Vikulokin á rás eitt í morgun. Nú eru margir spámenn sem hafa nýja sýn á málin og allt gott um það.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)