Morgunblaðið í vörn fyrir Seðlabankann.
21.12.2009 | 06:52
Ekki verður séð hvers vegna Morgunblaðið er að óska eftir svörum núverandi seðlabankastjóra við fyrirspurn sinni um veðlánaviðskipti seðlabankans fyrir hrun, nema til að það sé til varnar fyrrverandi seðlabankastjóra, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins.
Þrengri reglur um veðlán en í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðan hvenær hefur Már Seðlabankastjóri unnið hjá Mogganum ??
Hefur þú ekki áhuga á því að framkalla sannleikann í tengslum við hrunið á Íslandi ?
Ef svarið er já, hættu þá að bulla eins og ykkur Samfylkingarfólki hættir alltaf til !!
Sigurður Sigurðsson, 21.12.2009 kl. 08:24
Það skín náttúrlega í gegn, finnst manni, að verið er að bæta hlut þess manns sem hefur þótt sjálfsagt skotmark allt síðastliðið ár.
Það er vel til fundið að fá það uppáskrifað frá Má Guðmundssyni, að Seðlabankinn, undir stjórn "vondasta manns lýðveldissögunnar" hafi unnið eftir reglum sem voru þrengri en það sem tíðkast niðri í Sambandi.
Kurl safnast enn til grafar og það verður forvitnilegt að vita hver hlær best!
Flosi Kristjánsson, 21.12.2009 kl. 09:30
Ég þakka Sigurði og Flosa fyrir að gera sér það ómak að gera athugasemd við færslu mína en finnst orðbragð Sigurðar leiðinlegt og dónalegt. Finnst því að færsla og bull hefði alveg mátt missa sig. En ef þetta er sjálfvirðing hans þá hann um það.
Drífa Kristjánsdóttir, 21.12.2009 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.