Kjánalegir Framsóknardrengir

Það er frekar þreytandi að þurfa að fá yfir sig fréttir af því tagi sem hafa verið um litlu strákana sem fá fréttamenn til að ræða við sig um að ef þetta væri svona þá myndi hitt vera svona og að einhver ætti heldur að vinna á þennan hátt en hinn.  Þetta er auðvitað bráðfyndið að litlir strákar, sem langar að láta á sér bera, skuli fá fréttamenn til að elta ólar við vitleysuna sem út úr þeim kemur. 

Strákar mínir sendið bara sjálfir ykkar bréf, skrifið þeim sem geta svarað og þegar niðurstaða liggur fyrir þá sýnið þið fjármála-og forsætisráðherra bréfið og við íbúar landsins fáum fréttir.  Ekki einhverjar getgátur og vitleysu.  Og fréttamenn hættið þessum ekkifréttum.....


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sú litla virðing sem maður hafði fyrir þeim er farin.  Þeir hafa  núna sýnt að þeir eru jafn rotnir og spilltir og allflestir framsókanrmenn síðustu ára.  Það á bara að leggja niður þennann flokk.

Guðmundur Pétursson, 11.10.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Halla Rut

Litlu strákarnir segir þú. Litlu strákarnir eru þó að gera eitthvað, hitta einhvern og reyna að leita lausna, okkur öllum til hagsbóta. Meira en hægt er að segja um flesta þá er margur telur hærri og meiri.

Halla Rut , 11.10.2009 kl. 19:34

3 identicon

Þú ert þá væntanlega stórmenni eða hvað?

Af hverju talarðu um litla stráka? Hér eru einfaldlega á ferð fullorðnir skynsamir menn, sem til hagsbóta fyrir íslendinga kæra sig ekki um að láta AGS beita hér sínum alþekktu vinnubrögðum.

Jafnframt hafa þeir ekki áhuga á að forsætisráðherra beiti hvaða bolabrögðum sem henni kunna að þóknast til að uppfylla sitt kjánalega Evrópusambandsaðildarbull.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þið semsagt trúið því litlu krútt að norðmenn séu tilbúinir að lána okkur þennann pening?  Betra ef satt væri.  Þessir litlu framsóknar peyjar eru bara að bulla, því miður.

Guðmundur Pétursson, 11.10.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er sérstakt að sjá hve margir fara hamförum á blogginu vegna þess að þeir "framsóknarrengirnir" reyndu að finna plan B þegar fulljóst var að Bretar og Hollendingar gátu ekki sætt sig við plan A eins og Alþingi Íslendinga lagði það upp og ekki var þar um metnaðarfullt plan að ræða fyrir þjóðina. 

Það hefðu mátt halda að ekki þætti það ónýtt fyrir ríkisstjórnina að hafa pólitíska sendiboða í sjálfboðavinnu við að kanna hvar væri hægt að kría út lán eftir óformlegum leiðum þegar öll sund virðast lokuð, nema það eitt að þjóðin kingi öllum óþverranaum. 

Magnús Sigurðsson, 11.10.2009 kl. 22:51

7 Smámynd: Halla Rut

En finnst þér ekkert merkilegt, Magnús, að Bretar og Hollendingar skulu setja sig mest á móti því atriði fyrirvarans að við afsölum okkur rétt til að leita réttar okkar fyrir dómsstólum? Af hverju ætli það sé? Einmitt, meira að segja þeir sjálfir sjá að það er ekki rétt að við borgum þetta eða í það minnsta þá treysta þeir ekki á það að dómsstólar myndu dæma þeim í hag.

En Jóhönnu og hennar áhangendum er alveg saman fyrir þeim er þetta verðið á aðgöngumiðanum í ESB og í ESB skal fara hvað sem það kostar.

Halla Rut , 12.10.2009 kl. 10:41

8 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Svo mörg voru þau orð.  Ég þakka þeim sem gerðu sér það ómak að gera athugasemdir við skrif mín og annarra hér.

Drífa Kristjánsdóttir, 12.10.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband