Stormur og Frigg og foreldrar þeirra í heimsókn hjá ömmu og afa.
11.10.2009 | 17:27
Það var gaman hjá ömmu og afa á Torfastöðum síðasta sólarhring. Fengum tvö af þremur barnabörnum í heimsókn, borðuðum gott Torfastaðakjöt og fiskibollur ömmu í hádegismat í dag, sunnudag. Frigg ræðir mikið við okkur á sinn hátt, þótt einungs 3ja mánaða, hlær og svarar svipbrigðum og hljóðum. Stormur auðvitað alltaf flottur enda elstur þótt hann sé ekki orðinn 2ja ára. Nú stendur til að halda afmælisboð tveimur dögum eftir afmælið hans sem verður 29. október n.k.
KR-ingar munu mæta Stjörnunni í kvöld í Vesturbænum í Meistara meirstaranna leik og styrktarleik fyrir Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Ég óska þess auðvitað að KR-ingar verði Meistarar meistaranna að loknum leik. Fannar fór vel stemmdur og einbeittur. Vonandi kemur hann liðinu vel eftir veru fjölskyldunnar hér á Torfastöðum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.