Þjóðinni allri stillt upp við vegg Endurskoðun AGS bíður, Guðfríður Lilja lætur ekki stilla sér upp við vegg.

Mig langar sannarlega ekki að hnýta í neinn en ég er mjög hissa á henni Guðfríði Lilju.  Hún tekur stórt uppí sig lætur ekki stilla sér upp við vegg kærir sig kollótta á meðan þjóðin er í hengingaról.  Fyrirtæki verða gjaldþrota og almenningur er settur upp við vegg þarf að bera byrðar vegna vanhæfra stjórnvalda sem létu allt reka á reiðanum að feigðarósi og þjóðin borgar brúsann.  Nú bíður bara endurskoðun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins eftir að hinu háa Alþingi.  RÚV hefur eftir Guðfríði Lilju að mikilvægast sé að sem flestir í þinginu geti sætt sig við Icesave samninginn.  Hitt má bara bíða........  Já ég er aldeilis hissa. 

Úr frétt RÚV í gær: Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður að fá að hafa sinn gang, óháð því hvenær Alþingi afgreiðir Icesave samkomulagið. Þetta segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún segist ekki ætla láta stilla sér upp við vegg með málið.

Þingflokkur Vinstri grænna hittist í kvöld, meðal annars til að fara yfir stöðuna hvað Icesave samningin varðar og afgreiðslu þingsins á ríkisábyrgð vegna hans en málið er nú til meðferðar í fjárlaganefnd. Skiptar skoðanir eru innan þingflokksins á málinu. Guðfríður segir marga þingmenn Vinstri grænna hafa efasemdir um þetta mál og óvíst að þeir styðji frumvarpið eins og það er nú; fyrirvara verði að gera við það.

Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsaðstoð fyrir Íslendinga gæti verið háð afgreiðslu Icesave samkomulagsins - nú er útlit fyrir að þessari endurskoðun verði frestað enn eina ferðina. Formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði í fréttum í dag að sú frestun yrði bagaleg. Guðfríður segir að þessi tímasetning hafi ekki áhrif á sig; hún láti ekki stilla sér upp við vegg í þessu máli. Mikilvægara sé að ná niðurstöðu í Icesave málinu sem þingið og þjóðin geti lifað við. Fari það svo að Icesave seinki afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsaðstoðar, þá verði svo að vera. Mikilvægast sé að sem flestir á þinginu geti sætt sig við hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hafa ber í huga, að nýlendukúgarar munu EKKI hætta að kúga fé út úr þeim sem gefa eftir og leggjast í gras.

Ekkert frekar en aðrir kúgarar eða bullur á skólalóð láta af einelti og kúgun þeirra sem veikir eru fyrir.

Eina sem svna lið skilur er andstaða og fingurinn í loftið.

Við verðum ekki betur sett í ánauað Breta og Hollendinga og svo fl eftir að búið er að kúga okkur inn í ESB.

Lestu fréttakýringu um hvað Spánverjar eru að hugsa sér gott til glóðar, nú í aðdraganda umsk-óknarferils.

Kratar hafa ætíð verið þjóðfjandsamlegir, því ber ekki að treysta neinu sem þaðan kemur í einu eða öðru formi.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 29.7.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband