Gleðilegt að slysum á börnum fækkar.

Herdis Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhússins hefur oft verið illa liðin, vegna eftirgengni hennar og ábendinga á hættum sem börnum er búin hér á Íslandi.  Nú sést svart á hvítu hverju starf hennar hefur skilað.  Húrra fyrir henni.


mbl.is Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju þeir sem hlut eiga að máli.  Bendi samt á eitt alvarlegt mál en það er öryggi barna í strætó.  Maður sér leikskóla ferðast all oft milli staða með strætó, þar vantar algjörlega öryggisbelti einkum fyrir aftasta bekk. Sá nýverið nokkur börn hendast fram eftir öllum vagni þegar bifreiðastjórinn þurfti að hemla skyndilega, þetta verður að koma í veg fyrir, takk.

Stefán Arnaldsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Það má aldrei hætta að minna á hættur í umhverfi barna.  Herdís á að vera fyrirmynd okkar og nú hefur þú Stefán bent á atriði sem þarf að laga.  Flott.

Drífa Kristjánsdóttir, 24.7.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband