Margrét og Fannar voru hér í nótt Stormur kom á föstudaginn svo þau langaði að hitta drenginn sinn. Þau fóru snemma í morgun enda Margrét komin með reglulegar hríðir svo þau þorðu ekki að dvelja lengur hér á Torfastöðum. Í gær gekk Margrét hér um allt á eftir syninum sem skundaði uppí sumarhúsahverfi eins og ekkert væri. Móðir hans fékk því góðan göngutúr og ekki ólíklegt að það hafi hjálpað til. Gaman væri að fá nýja barnabarnið í heiminn fljótlega, þá þarf ekki að bíða lengur, móðurinni léttir burðurinn og við fáum að njóta nýs einstaklings. Lífið er yndislegt. Guð gefi að allt gangi vel.
Við kærum okkur ekki um að hugsa um neitt hrun. Það geta sökudólgarnir gert. Þeir eru hvort eð er að reyna að hvítþvo sig, allir sem einn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.