Konur redda klúðri karlanna

Það er að vissu leyti dapurlegt að jafnrétti skuli nást við þær aðstæður að taka til eftir karlana.  En konur hafa alltaf getað tekið til.  Nú eru 78 dagar í kosningar og mikilvægt að konur verði ekki bara í tiltektinni heldur taki við stjórn landsins næstu árin.  Tími feminismans er í dag, testósteónið er fallið. 

Ég treysti engri konu betur en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða tíma breytinga.  Hún er svo stór kona að hún afhenti annarri konu forsætisráðherraembættið.  Guð gefi henni heilsu til að koma og hjálpa íslensku samfélagi í þeim breytingum sem framundan eru. 


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Ok... þannig að þú fullyrðir að það sé grundvallar gæðamunur á því hvað konur gera versus karlar. Þú fullyrðir ennfremur að konur geri hluti betur en karlar. Og þér finnst það allt í lagi.

En ef einhver myndi halda því fram að kannski væru það karla sem væru betri en konur, þá er það bara karlremba?

Það er mikilvægt að þeir sem taki til verði til þess hæfir og þá skiptir kyn nákvæmlega engu máli. Bitrar rauðsokkur sem vilja troða sjálfum sér í valdastöðu í nafni þess hvaða stelling er algengust þegar kasta skal af sér vatni eiga ekkert erindi í valdastöður. Nákvæmlega ekkert.

Það er sorglegt að hlusta á svona málflutning kvenna sem voga sér að halda því fram að konur séu körlum æðri. Ef þú átt syni, er þetta það sem þú elur upp í þeim? Að þeir séu hálf gagnslausir og konur muni alltaf þurfa að taka til eftir mistök þeirra?

Þetta er sorglegur málflutningur hjá þér. Þú boðar nákvæmlega sama hlut og þú fordæmir, bara með hlutverkum kynjanna snúið við. Konur eigi að ráða öllu og halda körlum utan við allt, því þær séu svo miklu betri. Svei þér.

Liberal, 7.2.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Sæll Liberal.  Þú kemur ekki fram undir nafni, það vekur athygli.  Það er gott að þú kannt að lesa á milli lína og veist hvað ég er að segja.  Túlkun þín á orðum mínum er skemmtileg en um leið einföld, barnaleg og algerlega út í hött.  Orð þín sýna vanvirðingu þína og það átt þú bara við þitt sjálf (sennilega þig sjálfan).  Raunveruleg staða er sú í dag að konur eru settar í og taka að sér hin ýmsu verk en karlarnir voru við völd þegar hrunið átti sér stað.  Svo mörg voru þau orð.

Drífa Kristjánsdóttir, 7.2.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: ViceRoy

Vil nú ekki vera leiðinlegur, en Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin setti Sjálfstæðisflokknum þá kosti að annað hvort yrði samþykkt að ganga til viðræðna við ESB á landsþingi eða samstarfinu yrði slitið.... Nú var því slitið og hvað gerðist? Samstarf við Vinstri Græna og ekkert talað um ESB?? Ekki að ég sé endilega hlynntur ESB, en þetta segir mér ýmislegt varðandi Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu þegar kemur að sulli í valdaslagi.

Hún talaði alltaf um að samstarfið gengi alveg eins og í sögu... svo um leið og því var slitið var allt í einu allt í henglum og búið að vera í bölvuðu rugli?? Hvaða sannindi hefur hún þá fram að færa??

Hún hefur svo oft sýnt mikinn hroka við blaðamenn, fréttamenn sem og aðra þingmenn, og oft er lítið um svör.

Ég sjálfur er mjög sáttur við að hafa fengið hana Jóhönnu sem forsætisráðherra (þó ég veit að margir eru mér ósammála),  ekkert að því, enda skiptir það mig engu máli hvort það sé kona eða karl sem situr, á meðan að það sé verið að gera rétta hluti, á réttum forsemdum og ekki verið að rugla eitthvað.

Og ég tek undir orð Liberal. Hvernig getur þú barist fyrir einhverju, á sama tíma og þú sýnir sama hugsunarganginn á móti?  Hefðu svo mikið af hvítu fólki staðið með Martin Luther King ef hann hefði í baráttu sinni gegn fordómum og misrétti, verið með sama áróður gegn hvíta manninum og sá hvíti gegn hinum svarta? EF svo hefði verið, hefði það verið talin skringileg barátta og maðurinn væri sennilegast lítt þekktur. Bara svo dæmi sé tekið... 

ViceRoy, 7.2.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Páll Jónsson

Drífa: Hann þurfti nú ekki beinlínis að teygja sig mjög langt til að túlka orð þín svona

Páll Jónsson, 7.2.2009 kl. 12:16

5 identicon

Drífa, þú ert hræsnari.

Victor (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Victor minn!  Orð þín og dómur yfir mér segir meira um þig en mig. Dómar þínir eru fordómar og ég óska eftir notalegri og fallegri umfjöllun á minni bloggsíðu og athugasemdum en þú setur hér fram. Þegar upp er staðið er hættan sú að fordómar þínir verði þér sjálfum fjötur um fót.  Óska þér alls hins besta.

Drífa Kristjánsdóttir, 7.2.2009 kl. 15:49

7 identicon

Nei þetta var bara e-jum bankaköllum að kenna. Ekki stjórnvöldunum sem áttu að hafa taum á þeim. Stjórnvöldum sem var líka Samspillingin. Það þarf líka að taka til eftir Imbu Sollu, hún klúðraði málunum og olli efnahagshruninu í meðvirkni sinni með xD

Ari (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:19

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Langaði bara að senda þér fallega kveðju inn í það fáránlega skítkast sem færsla þín hefur vakið. Ég er ekki 100% sammála þér en þú setur skoðun þína fram á þann hátt að ég get ekki annað en borið virðingu fyrir henni.

Ég dáist líka að því hvað þú tekurvirðingarleysinu í orðum þeirra sem þurfa að ráðast að henni með skítkasti og útúrsnúningum af mikilli yfirvegun. Yfirburðir þínir fara sennilega algerlega fram hjá þeim enda mætti ætla það út frá orðræðu þeirra að tilgangur þeirra sé fyrst og fremst að rökstyðja það sem kemur fram í greininni um það að: „karlmenn með yfirdrifna testósterónframleiðslu [geti] misst dómgreindina“.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 21:15

9 identicon

Drífa, þegar victor kallar þig hræsnara, er satt að kanski hann hafi ekki mikið til að byggja þá skoðun á ef hann þekkir þig ekki vel, eða hefur ekki kynnt sér skrif þín mikið, en það kemur á móti að það er alveg satt, að í þessari færslu þinn ertu með bullandi hræsni.

ég ætla að vera stuttorður, því að þetta hefur verið útskýrt fyrir þér hérna fyrir ofan, en þú virðist ekki hafa alveg fattað það.

Þú talar um feminisma.

feminismi átti að ganga út á jafnrétti og enda fordóma kynjana.

í færsluni kemurðu með ekkert annað en fordóma gegn karlkyninu.

að þykjast vilja eitthvað, en ekki standa við það sjálfur/sjálf er hræsni.

Þú ert greinilega fordómafull, en þykist standa fyrir fordómaleysi.

Þar með ertu, samkvæmt því sem við vitum eftir að lesa þennann litla pistil, hræsnari :)

vona að sundurliðunin hafi hjálpað þér að ná þessu :)

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband