Já kynjakvóta í lög

Jafnrétti næst aldrei alveg, því ekki að reyna kynjakvótaskiptingu.

Ég velti því stöðugt fyrir mér, á árum mínum með Kvennalistanum, hvernig á því stæði að við næðum ekki meiri árangri í jafnrétti kynjanna, þrátt fyrir stöðuga baráttu, skemmtilegar baráttuaðferðir og æðislegar forystukonur. 

Fyrir mörgum árum gerði ég mér ljóst mitt svar.  Ég móðir drengjanna minna og dóttur, styð drengina (og líka stúlkuna)  eins og ég get og þetta yfirfærum við konur á karlana okkar.  Þetta yfirfæra dætur okkar líka á sína karla.  Við viljum ekki vera í vegi þeirra, viljum hjálpa þeim, styðja við þá og þá erum við númer tvö.  Allt í lagi í eigin lífi og gott að vera góður við sína.  Það er móðurhlutverkið sem stendur okkur fyrir þrifum, hlutverkið sem er svo yndislegt.  Þetta er klemman og hún er líffræðileg og andleg.  Ég vildi ekki hafa misst af því að vera móðir, annast mína og styðja við þá.  Það er það skemmtilegasta sem ég hef gert.  Það er mikilvægara en eigin frami.  Ég reyndi að koma á jafnrétti  í uppeldi barna minna, en strákarnir eru þrátt fyrir það þakklátir stuðningi og þjónustu kvenna sinna.   

Ég er ekki að mæla þessum málflutningi bót þetta er bara svona hjá mér, þrátt fyrir að ég þoli ekki að jafnréttið nái ekki betur fram að ganga.  Reynum því kynjakvódann.

Íslendingar væru sennilega ekki í þeirri stöðu sem nú er uppi ef konur hefðu verið ráðandi eða jafngildar á flestum sviðum þjóðfélagsins.


mbl.is Félagsmálaráðherra: Aðhyllist kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Íslendingar væru sennilega ekki í þeirri stöðu sem nú er uppi ef konur hefðu verið ráðandi eða jafngildar á flestum sviðum þjóðfélagsins."

Andskotans vitleysa, ekkert nema kvenremba að kenna körlunum um allt. 

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Muddur

Hannes: Þú veist það vel að karlar eiga sök á öllu vondu í heiminum, sérstaklega þó Davíð Oddsson! Alltaf þurfa konurnar að laga allt eftir þessa vonlausu karla. Fussumsvei!

Muddur, 16.1.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Ef ég skil skrif þín rétt þá finnst þér rétt að seta kynjakvóta vegna þess að sumar konur sem sjálfar setja sig í annað sæti vegna einhverjar líffræðilegrar klemmu ættu að fá að komast í stjórnunarstöðu vegna þess að þær höfðu ekki metnað til að berjast fyrir því sjálfar með því að setja sjálfa sig í fyrsta sæti.
Hvað þá með allar hinar konurnar sem settu sig í fyrsta sæti frá upphafi og fengu stjórnunarstöðu vegna eigin metnaðar.
Ég er algerlega með jafnrétti kynjanna þar sem ég hlýt að hagnast á því að konan mín fái sömu laun og aðrir í sínu starfi sem og hafi sömu möguleika til að komast áfram í sínu starfi en ég er algerlega mótfallinn kynjakvóta, mér finnst það móðgun við þá sem leggja sig harðar í starfi og fórna kannski samveru með fjölskyldu og vinum til að komast áfram.

Hans Jörgen Hansen, 16.1.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband